Maður féll af rafmagnshlaupahjóli í Garðabæ í nótt og og meiddist á fæti. Grunsemdir eru uppi um að hann hafi verið undir áhrifum áfengis og reynt að stjórna hjólinu í því ástandi. Hann var mikið verkjaður eftur fallið og var fluttur með sjúkrabifreið á Bráðadeild Landspítalans. Þetta var á meðal helstu tíðinda frá lögreglu í nótt.
Tilkynnt var um innbrot í geymslu í Reykjavík. Íbúi að koma heim og sér að búið er að brjótast inn í geymsluna og róta í öllu. Ekki vitað hverju var stolið. Þá fór skemmdarvargur mikinn við grunnskóla í borginni og braut fjöldann allan af rúðum. Brotist var inn í annan skóla og lögregla kölluð á vettvang.
Nokkrir voru gómaðir í annarlegu ástandi og einn grunaður um vörslu fíkniefna. Annar var læstur inni í fangaklefa vegna ástands síns.
Ökuníðingur var stöðvaður í Ártúnsbrekku þar sem hann var langt yfir hraðamörkum eða á 117 bkílómetra hraða þar sem aka má á 80 kílómetra. Hann játaði brot sitt en afsakaði sig með því að hraðferðin væri vegna þess að hann væri þreyttur og vildi flýta sér heim. Hann fær himinháa sekt fyrir brotið.
Nóttin var að öðru leyti róleg hjá lögreglu og glæpamenn héldu kyrru fyrir að best er vitað.