Göngumennirnir sem staddir eru á K2 hafa fundið þriðja líkið og samkvæmt erlendum fjölmiðli, explorers Web eru líkin þrjú að þeim ali Sadpar, Juan Pablo Mohr og John snorra Sigurjónssyni.
Þriðja líkið fannst fyrir ofan fjórðu búðir K2. Þetta staðfestir Akhbar Syed sem er framkvæmdarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Lela Peak. Akhbar er staddur í grunnbúðum K2.
Garret Madison sem stýrir gönguhópnum sem fann líkinn og staðfesti hann fyrr í dag að tvö lík hefðu fundist fyrir ofan fjórðu búðirnar. Þau lík voru sögð vera f Ali Sadpara og John snorra svo þriðja líkið sem var að finnast er því Juan Pablo Mohr.
Sonur Ali Sadpara, Sajid Ali Sadpara sem sjálfu var lagður af stað í leitarför er komin upp í fjórðu búðirnar en Mannlíf greindi frá því þegar hann lagði af stað í ferðina sem einnig átti að vera heimildarmynd. Mikill léttir hlýtur að vera fyrir fjölskyldur mannana að lík þeirra séu komin í leitirnar.
Mannlíf sagði einnig frá því að minnisplatta með nöfnum og myndum mannanna hefði verið komið fyrir á Gilkey og þar er einnig greint frá fyrirhugaðri för Sajid Ali Sadpara.