Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Þrír á Landspítala vegna COVID-19: Greind smit 163

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fóru yfir stöðu mála vegna COVID-19 kórónuveirunnar á fimmtánda upplýsingafundi Almannavarna í dag.

Á fundinum sat einnig Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, sem fór yfir þá stöðu sem blasir við í skólum landsins vegna samkomubanns sem hefst á miðnætti í dag. Og Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, sem ræddi stöðu og verkefni heilsugæslunnar.

1.800 sýni hafa verið rannsökuð á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar og alls hafa 163 greinst með smit. Flestir þeirra voru á skíðasvæðum í Evrópu, en 23% þeirra eru með óþekkta smitleið.

Þórólfur sagði að rúmlega helmingur þeirra sem hafa greinst með sýkinguna hafi verið í sóttkví og ljóst sé að þær aðgerðir séu að skila árangri.

Þrír liggja á Landspítalanum vegna COVID- 19 kórónuveirunnar, þar af einn á gjörgæslu. Um er að ræða einstaklinga á sextugs- og sjötugsaldri. Tveir hafa verið útskrifaðir.

Þórólfur benti á að varhugavert sé að heimfæra tölfræði erlendis yfir á Ísland, slíkt geti skapað óþarfa tortryggni og áhyggjur.

- Auglýsing -

Ef tölfræði Hubei-héraðs í Kína væri heimfærð yfir á Ísland væri hægt að búast við því að sjá þrjátíu einstaklinga á gjörgæslu, en í dag er einn einstaklingur á Íslandi á gjörgæslu.

Mikið álag á heilsugæsluna

Óskar benti á að mikið álag væri á símkerfi og netspjalli heilsugæslunnar, í gær hefðu netspjöll verið 800 talsins, samanborið við 10-15 fyrir ári síðan. Óskar bað fólk um að hafa fyrst samband í gegnum síma eða netspjallið, svo þeir sem mest þurfi á því að halda séu í forgangi.

- Auglýsing -

Óskar benti fólki á að skoða heimasíðurnar covid.is og heilsugaeslan.is til að nálgast upplýsingar. Sagði hann mikið um öndunarfærasýkingar á þessum tíma og um tíu prósent þeirra sem hafa slík einkenni geta verið með COVID-19 kórónuveiruna.

Fylgið fyrirmælum

Óskar ítrekaði mikilvægi þess að fylgja fyrirmælum sóttvarnalæknis. Haldið ykkur heima ef þið hafið minniháttar einkenni, munið handþvott og virðið fólk í áhættuhópum. Ekki er skynsamlegt að umgangast fólk sem er í áhættuhópum ef einkenni eru fyrir hendi. 

Ekki senda börnin til ömmu og afa

Ragnar Þór fór yfir stöðuna í skólamálum og benti hann á að fylgjast með leik barna sem láti oft hugsanir sínar sem þau geti ekki orðað birtast í leik. Nefndi hann sem dæmi að vinsælasti leikurinn í frímínútum sé eltingaleikur þar sem krakkarnir flýja þann sem er kórónuveiran.

Ragnar Þór áréttaði mikilvægi þess að fylgja fyrirmælum stjórnvalda. Skólakerfið muni raskast og álagið vera mest á leikskólum, hversu mikið fer eftir ytri aðstæðum og hvort fólk sýni samfélagslega ábyrgð. Mikilvægt sé að foreldrar bregðist við ef börn þeirra þurfi að vera heima, ekki eigi að senda þau til afa og ömmu, af augljósum ástæðum.

„Mig langar að höfða til ábyrgðarkenndar almennings og sérstaklega atvinnulífsins með það að ef fólk er í aðstöðu til þess að vinna heima, að veita sveigjanleika og halda leikskólabörnum heima – gerið það.“

Ekki verður strangt eftirlit með samkomubanni

Víðir sagði ekki standa til að hafa hert eftirlit með samkomubanninu og sagðist treysta fólki til að virða fyrirmæli yfirvalda. Víðir sagðist trúa því að einhugur sé í samfélaginu að virða slíkar aðgerðir.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -