Þrír greindust með COVID-19 á síðasta sólarhring. Fjöldi staðfestra COVID-19 smita er því kominn upp í 1.795.
229 sýni voru rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og 459 sýni hjá Íslenskri erfðagreiningu. Jákvæðu COVID-19 smitin þrjú sem komu upp í gær greindust öll hjá sýkla- og veirufræðideildinni.
Virkum smitum fer fækkandi á milli daga en virk smit voru 149 í gær, þau voru 159 talsins daginn áður, sunnudag.
Samkvæmt tölum covid.is hafa nú 1.636 einstaklingar náð bata eftir að hafa smitast.
Daglegur upplýsingafundur almannavarna- og landlæknis fer fram klukkan tvö þar sem farið verður yfir stöðu mála. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdarstjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins