Lögreglumenn á Suðurlandi ásamt sérsveit rikislögreglustjóra handtóku í gærkvöldi þrjá einstaklinga á bifreið sem þeir höfðu stolið í Rangárvallarsýslu.
Þyrla landhelgisgæslunnar var í æfingarflugi og aðstoðaði við leit og fann áhöfn þyrlunnar bifreiðina þar sem hún var mannlaus nokkuð frá þeim stað þar sem bifreiðinni hafi verið stolið. Aðilarnir höfðu þá flúið undan lögreglu á fæti en voru handteknir nokkru síðar.
Hinir handteknu eru þrír drengir, sem struku af meðferðarheimilinu Lækjarbakka í Rangárþingi ytra í nótt. Meðferðarheimilið er ætlað ungmennum á aldrinum 14-18 ára.
Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að drengirnir verði sennilega yfirheyrðir síðar í dag. Barnavernd mun koma að málinu.