Lögregla handtók þrjá í Hafnarfirði klukkan 21:01 í gærkvöldi. Mennirnir eru grunaðir um framleiðslu fíkniefna, vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Mennirnir voru látnir lausir að lokinni skýrslutöku.
Lögregla stöðvaði þá tvö ökumenn á vaktinni í gær og nótt vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Annar ökumaðurinn hafði heimabrugg í fórum sér og er sá grunaður um landasölu.
Lögregla þurfti þá að hafa afskipti af ölvuðum erlendum ferðamanni við Laugaveg klukkan 22:22 en sá var sofandi á gangstétt. Þegar lögreglumenn komu á vettvang og bentu honum á að ekki væri heimilt að sofa á gangstéttum þá færði hann sig nokkra metra og hélt áfram fyrri iðju. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans batnar er fram kemur í dagbók lögreglu.