Maður með járnsstöng að vopni og ætlað þýfi var gripinn af lögreglu í miðborginni. Hann var sviptur járninu og þýfið haldlagt. Um svipað leyti var kallað eftir lögreglu vegna manns sem var með almenn leiðindi á öldurhúsi. Sá leiðinlegi fékkst ekki til að fara fyrr en lögreglan hafði veitt honum tiltal og skrifað skýrslu um atvikið.
Í kuldanum í gær höfðu tveir menn hreiðrað um sig í stigagangi hvar þeir voru óvelkomnir.Lögreglan þekkir vel til beggja. „Góðkunningjunum“ var vísað út og höfðu þeir sig á brott.
Eftirlýstur maður var handtekinn. Hann er grunaður um aðild að ráni og líkamsárás. Annar var handtekinn fyrir húsbrot og fleira. Hann var læstur inni í fangageymslu.
Einn eitt hnífamálið kom upp í nótt. Þrennt var handtekið vegna rannsóknar á hnífsstungu. Fórnarlambið fór á bráðamóttöku en meiðsli reyndust vera minniháttar. Tvö af þremur árásarmanna höfðu ekki náð 18 ára aldri.
Mikið gekk á í Kópavogi þar sem bifreið var ekið utan í sex aðrar. Ökumaðurinn var handtekinn. Hann er grunaður um að hafa verið dópaður og þess vegna út úr öllu korti. Engin meiðsli urðu á fólki.
Barn var staðið að þjófnaði í matvöruverslun. Málið afgreitt í samvinnu við baranverndaryfirvöld og foreldrar látnir vita.