Sunnudagur 5. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Þrír látnir og 18 slasaðir eftir hnífaárás í Japan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrír hafa látist og að minnsta kosti 18 slasast eftir hnífaárárás í Japan. Hinn grunaði er karlmaður á sextugsaldri. Maðurinn réðst að hópi skólakrakka með hníf í báðum höndum.

Árásin átti sér stað við almenningsgarð í borginni Kawasaki rétt fyrir 08:00 á þriðjudagsmorgun. 12 ára stúlka og 39 ára karlmaður létust í árásinni. Þá er talið að hinn látni sé foreldri eins barnanna. Meirihluti slasaðra eru skólabörn. Árásamaðurinn stakk sig í hálsinn eftir árásina og skömmu síðar á spítala.

Samkvæmt heimildum BBC réðst maðurinn að hóp barna sem biðu eftir skólarútu. Næst stökk hann inn í rútuna og réðst á farþega. 

Glæpatíðni í Japan er ein sú lægsta í heiminum. Í landinu búa yfir 126 milljónir manna. Ástæður atviksins eru óþekktar. Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, hefur fordæmt árásina og hefur lýst yfir mikilli reiði. „Þetta er skelfilegur atburður. Samúð mín er hjá fórnarlömbum árásarinnar og ég vona að þeir slösuðu nái góðum bata” hefur BBC eftir Abe. Heimamenn hafa vottað samúð sýna og margir þeirra lagt blómvönd á vettvanginn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -