Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Þrír ungir drengir drukknuðu í ísilögðu vatni: „Fjölskyldurnar eru gjörsamlega niðurbrotnar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrír drengir, 8 ára, 10 ára og 11 ára eru látnir en lík þeirra voru dregin upp úr ísilögðu vatni í Solihull, Englandi í gær. Sex ára dreng var bjargað úr vatninu en hann berst nú fyrir lífi sínu.

Leitarflokkur að störfum Ljósmynd: Rowan Griffiths / Daily Mirror

Sorgartíðindin bárust í dag en leitarflokkar höfðu leitað í vatninu í alla nótt í Babbs Mills garðinum í Kingshurst, þar sem slysið átti sér stað.

Fjögur börn voru dregin upp úr vatningu í gærkvöld, eftir að lögreglunni barst tilkynning um sex ungmenni í vatninu. Almenningur slóst í för með björgunarsveitum við leit í vatninu í örvæntingafullri leit að börnunum.

Leitað var í vatninu í alla nótt Ljósmynd: PA

Í dag sagði lögreglustjóri West Midlands lögreglunnar, Richard Harris, að ekki hafi fleiri lýst eftir börnum en þeirra sem fundist hafa en leit í vatninu verði haldið áfram til að tryggja það að enginn hafi verið skilinn eftir. „Fjölskyldurnar eru gjörsamlega niðurbrotnar,“ sagði Harris í dag. Sagði hann að lögreglan hefði útvegað fjölskyldum drengjanna, sem og skóla þeirra viðeigandi aðstoð.

Bætti hann við: „Í gær barst okkur mismunandi upplýsingar um fjölda krakka í vatninu. Þær tölur passa ekki við fjölda þeirra sem við fundum í vatninu í gær. Við verðum að vera 100% viss um að enginn annar sé í vatninu. Það er mikilvægt að taka það sérstaklega fram að það hefur enginn haft samband og tilkynnt að einhver sé týndur en þar til við erum 100% viss, munum við halda leit í vatninu áfram í dag.“

Lögreglustjórinn sagði að lögreglumennirnir hafi ætt í vatnið „án þess að huga að eigin heilsu,“ og sagði að einn þeirra hefði ofkælst eftir að hafa reynt að kýla í gegnum ísinn.

- Auglýsing -

Harris neitaði að svara því hvort einhver fullorðinn hafi verið á ísnum með börnunum er harmleikurinn varð en tók fram að engin sakamálarannsókn væri í gangi varðandi máið.

Í tilkynningu lögreglunnar í morgun sagði: „Þrír drengir hafa því miður látist eftir að hafa dottið í vatnið í Babbs Mills garðinum í Solihull í gærkvöld. Drengirnir, 12 ára, 11 ára og 8 ára voru fluttir með hraði á spítala eftir að þeim var bjargað úr vatninu. Því miður bar endurlífgunartilraunirnar ekki árangur og er hugur okkar hjá fjölskyldum og vinum þeirra á þessari hörmulegu stundu. Við munum bjóða þeim eins mikla sálfræðilega hjálp og mögulegt er. Fjórði drengurinn, sex ára gamall, er enn í lífshættulegu ástandi á spítala.“

Er talið að drengirnir hafi verið að leika sér á ísnum er hann brast.

- Auglýsing -

Fréttin var fengin frá The Mirror. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -