Þrítugur íslenskur karlmaður var úrskurðaður látinn nú síðdegis á Landspítalanum en hann lést af völdum áverka sem hann hlaut í hrottalegri árás fyrir utan heimili sitt í gær. Mikil sorg er meðal hans nánustu en hann var vinamargur.
Heimildir Mannlífs herma að hópur erlendra manna hafi ráðist á hann og skilið hann eftir fyrir utan heimili sitt í Kópavogi. Hann var færður á gjörgæslu en reyndist vera lífshættulega slasaður.
Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn kannaðist við málið en vildi lítið segja fyrir utan það að „málið væri í skoðun“. Hann vildi ekki tjá sig um hvort grunaðir árásamenn væru erlendir.