Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þrjár konur ákærðar fyrir innflutning á kókaíni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Samkvæmt ruv.is þá hefur héraðssaksóknari ákært þrjár konur – sem eru allar með brasilískt ríkisfang – fyrir fíkniefnalagabrot af stærri gerðinni.

Konunum þremur er er gefið að sök að hafa staðið saman að innflutningi á um það bil 1,8 kílóum af kókaíni með flugi frá höfuðborg Frakklands, París, til Íslands í byrjun septembermánaðar.

Kemur fram í ákærunni að kókaínið hafi verið mjög hreint, eitthvað um 88 til 89 prósent að styrkleika; segir einnig að konurnar hafi falið efnið innvortis í meira en 200 pakkningum.

Mun málið verða þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á næstu misserum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -