Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Þrjár konur slösuðust á tónleikum Of Monsters and Men um helgina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Myndavél féll um tíu metra inn í hóp áhorfenda á tónleikum Of Monsters and Men um helgina.

 

Þrjár konur slösuðust á tónleikum íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men um helgina þegar myndavél féll um tíu metra inn í áhorfendahópinn. Atvikið átti sér stað á tónleikahátíðinni Life is Beautiful í Las Vegas á laugardaginn.

Myndavélin sem féll á konurnar mun hafa vegið um níu kíló. Þessu er sagt frá á vef TMZ. Þar segir að tvær kvennanna þriggja hafi verið fluttar á sjúkrahús til aðhlynningar. Þær hafa báðar verið útskrifaðar af spítala.

Talsmaður hátíðarinnar hefur greint frá því að rannsókn á atvikuni standi nú yfir.

Þess má geta að þetta er annað árið í röð sem tónleikagestir slasast á Life is Beautiful hátíðinni. Í fyrra slösuðust tveir tónleikagestir þegar flugeldum var skotið inn í hóp fólks.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -