Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.9 C
Reykjavik

Þrjú börn dottið af Sundvik skiptiborðum þegar plötur losnuðu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sænsku húsgagnakeðjunni IKEA hafa borist þrjár tilkynningar um að börn hafi dottið af Sundvik skiptiborðinu þegar plata á borðinu losnaði.

IKEA hafa borist þrjár tilkynningar um atvik þar sem plata á Sundvik skiptiborði hefur losnað og barn dottið af skiptiborðinu. Þetta kemur fram á vef IKEA. Þar segir einnig að í öllum tilvikum hafi öryggisfestingar ekki verið notaðar eins og tiltekið er í leiðbeiningum.

„Vöruöryggi er okkur gríðarlega mikilvægt hjá IKEA og okkur þykir afar leitt að heyra af þessum atvikum. Við erum jafnframt þakklát fyrir að börnin slösuðust ekki alvarlega. Við höfum gripið til fyrirbyggjandi aðgerða og gerum leiðbeiningar enn skýrari,“ segir yfirmaður Barna IKEA, Emilie Knoester.

Í tilkynningu frá IKEA er fólk sem notar Sundvik skiptiborðið hvatt til að kanna hvort skiptiborðsplatan sé fest rétt á. Hafi öryggisfestingarnar, sem notaðar eru til að festa plötuna á borðið, týnst geta viðskiptavinir haft samband við þjónustuver IKEA.

Svona lítur skiptiborðið úr Sundvik línunni út.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -