Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.4 C
Reykjavik

Þrjú handtekin í nótt vegna líkamsárása

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tilkynnt var um líkamsárás í gærkvöldi. Árásaraðilar voru tveir menn. Þeir fóru á brott í bifreið en voru handteknir skömmu síðar og vistaðir í fangageymslu lögreglu. Árásarþoli var fluttur á Slysadeild til aðhlynningar.

Ökumaðurinn er einnig grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

Skömmu eftir sjö í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás á heimili í Laugardal. Um tvær konur var að ræða. Árásarþoli var fluttur á slysadeild með sár á höfði og árásaraðili var vistaður í fangageymslu lögreglu.

Tilkynnt var um umferðaróhapp í Ártúnsbrekku á sjötta tímanum í gærkvöldi. Ökumaður bifreiðar missti stjórn á bifreið sinni sem hafnaði á ljósastaur. Engin slasaðist. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var dregin burt. Tuttugu mínútum síðar var tilkynnt um svipað umferðaróhapp í Hafnarfirði. Ökumaður bifreiðar ók á ljósastaur en slapp við meiðsl. Bifreiðin var óökufær eftir óhappið og var dregin burt af Króki.

Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum. Ein bifreiðanna reyndist vera ótryggð og voru skráningarnúmer klippt af. Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið á níunda tímanum í gærkvöldi. Brotin rúða og stolið myndavél, linsum, og ýmsum búnaði frá erlendum ferðamönnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -