Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Þrjú handtekin vegna fíkniefnamáls

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsókn lögreglunnar á Suðurnesjum á máli karlmanns sem staðinn var að því að reyna að smygla til landsins umtalsverðu magni af fíkniefnum í mars leiddi til þess að þrír einstaklingar voru handteknir, karlmaður og tvær konur, öll íslensk.

Gerðar voru húsleitir hjá þeim þremur og haldlagðir munir sem taldir eru tengjast skipulagningu og undirbúningi innflutningsins.  Einnig voru haldlög fíkniefni en hin handteknu eru einnig grunuð um framleiðslu fíkniefna þar á meðal ræktun kannabisefna sem og sölu og dreifingu, eins og segir í tilkynningu lögreglunnar.

Sá sem staðinn var að smygltilrauninni er á fimmtugsaldri og var hann handtekinn við komuna til landsins frá París með tvö kíló af kókaíni falið í hljómflutningstækjum og lítilsháttar af metamfetamíni.  Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli stöðvaði för hans í flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur frá þeim tíma unnið að rannsókn málsins.

Maður, sem er af erlendu bergi brotinn, og karlmaðurinn sem handtekinn var á seinni stigum málsins voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald,  en konurnar tvær voru látnar lausar að loknum skýrslutökum.  Rannsókn málsins er á lokastigi og hefur þáttur burðardýrsins í málinu verið sendur Héraðssaksóknara til málsmeðferðar.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri  upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.
Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook – síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -