Landsréttur staðfesti í gær dóm yfir Þresti Emilssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ADHD samtakanna, fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti í starfi sínu fyrir félagið.
Þröstur, sem áður var landsþekktur fréttamaður var dæmdur í tíu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í apríl í fyrra fyrir að hafa dregið að sér ríflega 10 milljónir fé samtakannna á þriggja ára tímabili árin 2015 til 2018. Sjö mánuðir af dómnum voru skilorðsbundnir auk þess sem Þresti var gert að endurgreiða ADHD samtökunum rúmlega 9 milljónir auk dráttarvaxta.
Þröstur nýtti debetkort félagsins, greiddi reikninga í eigin þágu, tók við styrktargreiðslum og millifærði af bankareikningum samtakanna.
Hann var ennfremur ákærður fyrir umboðssvik með því að nota kreditkort félagsins til eigin nota í 131 skipti, fyrir upphæð rúmlega 2 milljónir króna.
Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar og krafðist þess að sakfellt yrði í samræmi við ákæru og refsing Þrastar þyngd. Þröstur fór aftur á móti fram á refsing hans yrði milduð.
Landsréttur staðfesti dóm og mun allur áfrýjunakostnaður vegna málsins greiðast úr ríkissjóði en Þresti gert skilt að greiða ADHD samtökunum málskostnað við að halda bótakröfu sinni fram fyrir Landsrétti.