Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Þrotabú DV riftir greiðslum til ríkisins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrotabú DV ehf. hefur stefnt íslenska ríkinu vegna greiðslna sem runnu til Tollstjóra undir lok líftíma félagsins fyrir svokölluðum rimlagjöldum.

DV, sem áður var m.a. í eigu Björns Inga Hrafnssonar, sem var einnig stjórnarformaður og útgefandi DV, var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þann 7. mars sl. Samkvæmt heimildum Mannlífs nemur beiðni um riftun um eða yfir 100 milljónum króna.

Áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta seldi Björn Ingi alla fjölmiðla félagsins út úr félaginu og talið er að hann hafi notað þá fjármuni sem fengust fyrir, til þess að greiða niður skuldir félagsins við Tollstjóra, til þess að forða sér frá fangelsisrefsingu. Þá greiddi hann niður ýmsar aðrar skuldir sem hann var í persónulegum ábyrgðum á, þar með talið skuld við Íslandsbanka samkvæmt heimildum Mannlífs. Skiptastjóri félagsins hefur farið fram á riftun þessara gjörninga og hefur Tollstjóri þegar fallist á riftun hluta greiðslnanna og afhent þrotabúinu töluvert fé.

Áður en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta seldi Björn Ingi alla fjölmiðla félagsins út úr félaginu

Fallist dómstólar á riftunina er ljóst að mikið af þeim greiðslum sem Björn Ingi greiddi til þess að koma sjálfum sér í var verða skráðar ógreiddar í bókum ríkisins. Í kjölfarið má vænta að málið verði frekar skoðað af skattrannsóknarstjóra ríkisins, enda kunna þeir stjórnendur félaga sem lenda í vanskilum með rimlagjölda að baka sér refsiábyrgð.

Þegar kröfur um gjaldþrotaskipti DV ehf. komu fyrst fram var talið að skuldir félagsins vegna virðisaukaskatts og annarra opinberra gjalda næmu alls 120 milljónum króna. Þar af voru rimlagjöldin upp á rúmar 60 milljónir. Til viðbótar við framangreindar skuldir skuldaði félagið um 40 milljónir í launatengd gjöld til lífeyrissjóða og stéttarfélaga.

Ef ofangreind riftun verður staðfest má ætla að ógreidd rimlagjöld DV ehf. nema um eða yfir 200 milljónum króna. Er þá ekki tekið tillit til ógreiddra rimlagjalda annarra fyrirtækja sem Björn Ingi Hrafnsson er ábyrgðarmaður fyrir og tengjast DV og Pressunni.

Björn Ingi Hrafnsson stýrir í dag nýjum vefmiðli, Viljanum, sem skráður er á föður hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -