Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Þú ert ekki vinkona mín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikkonan Kim Cattrall missti bróður sinn, Chris Catrall, fyrir stuttu, en hún tilkynnti það á Instagram þann 4. febrúar síðastliðinn.

Nokkrum dögum síðar birti hún skilaboð til leikkonunnar Söruh Jessicu Parker, en þær stöllur léku saman, eins og frægt er orðið, í þáttunum og kvikmyndunum Sex and the City.

„Ég þarf ekki ást þína eða stuðning á þessum hræðilega tíma @sarahjessicaparker,“ stendur í Instagram-færslunni en Kim er öskureið yfir því að Sarah Jessica sé að nýta sér andlát Chris Catrall til að bæta ímynd sína, að hennar sögn.

„Mamma mín spurði mig í dag: Hvenær mun hræsnarinn @sarahjessicaparker láta þig í friði? Það að þú hafir stanslaust samband er sársaukafull áminning um hve grimm þú varst og ert. Leyfðu mér að skrifa þetta skýrt (ef ég hef ekki gert það nú þegar). Þú ert ekki fjölskyldan mín. Þú ert ekki vinkona mín. Þannig að ég er að skrifa í síðasta sinn til að segja þær að hætta að nýta þér okkar harmleik til að bæta ímynd þína,“ skrifar Kim.

Með þessum orðum deilir hún hlekk á grein í New York Post um hvernig illindi hafi eyðilagt Sex and the City.

- Auglýsing -

Sarah Jessica skrifaði athugasemd á Instagram til Kim og sendi henni samúðarkveðjur en hún tjáði sig líka um andlát Chris Cattrall í viðtali við Entertainment Tonight og Extra nýverið.

Það hefur andað köldu á milli Söruh Jessicu og Kim eftir að sú síðarnefnda neitaði að leika í þriðju Sex and the City-myndinni. Í viðtali við The Times sagði Kim að hún og Sarah Jessica hefðu aldrei verið vinkonur og að henni þættu kvikmyndirnar um beðmál í borginni ekki endurspegla alvöru Bandaríkin, heldur væru frekar auglýsingar fyrir merkjavöru.

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -