Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Þú gætir grætt fúlgur fjár með því að veðja á Our Choice

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Aðeins nokkrir dagar eru í að Eurovision-keppnin hefjist þar sem Evrópulönd og Ástralía keppa um hvaða lag og flytjandi er bestur.

Fyrri undanúrslitin eru þann 8. maí, þar sem Ari Ólafsson er meðal keppenda með lagið Our Choice, þau seinni þann 10. maí og úrslitin loks þann 12. maí.

Keppnin fer fram í Lissabon í Portúgal eftir að Portúgalinn Salvador Sobral kom, sá og sigraði í fyrra. Portúgal kemst því sjálfkrafa áfram í úrslitin ásamt stóru þjóðunum fimm sem greiða talsvert fé fyrir keppnina, Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu og Spáni.

Veðbankinn William Hill heldur utan um líkurnar þegar kemur að Eurovision, eins og svo margir aðrir veðbankar, en samkvæmt tölum frá William Hill lítur út fyrir að hin ísraelska Netta Barzilai beri sigur úr býtum þann 12. maí. Önnur lönd sem eru sigurstrangleg samkvæmt líkum veðbankans eru Búlgaría, Frakkland, Ástralía og Eistland.

- Auglýsing -

Það lítur alls ekki vel út fyrir gestgjafana Portúgala, en samkvæmt líkunum verður fulltrúi þeirra, Cláudia Pascoal, einhvers staðar fyrir miðju þegar að kosningu lýkur þarnæsta laugardagskvöld.

Við Íslendingar eigum ekki eftir að hrósa sigri, ef marka má líkur William Hill, en Ari Ólafsson er meðal sjö fulltrúa sem lenda í neðstu sætunum, og komast ekki upp úr undanriðlunum. Hin löndin sex sem sitja eftir á botninum eru Króatía, Slóvenía, Svartfjallaland, Rúmenía, San Marínó og Sviss.

- Auglýsing -

Hér eru þau tíu lönd sem verða efst í Eurovision samkvæmt líkum William Hill þann 30. apríl:

1. Ísrael 6/4
2. Búlgaría 6/1
3. Frakkland 9/1
4. Ástralía 10/1
5. Eistland 12/1
6. Noregur 20/1
7. Svíþjóð 20/1
8. Belgía 25/1
9. Grikkland 33/1
10. Spánn 33/1

Þess má geta að öll lögin í seinni undanriðlinum eiga eftir að æfa í Lissabon þegar þessar tölur eru teknar saman, og því gæti þessi listi breyst mikið næstu daga. Flytjendur sem keppa í fyrri undanriðlinum luku fyrstu æfingu í gær.

Mynd / Eurovision.tv

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -