Mánudagur 6. janúar, 2025
-5.2 C
Reykjavik

Þú getur hjálpað til með þínu atkvæði – Íslenski fáninn kominn í undanúrslit alþjóðakeppni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslenski fáninn er kominn í undanúrslit í alþjóðlegri keppni þjóðfána sem fram fer á Facebook. Íslenskir feður keppast nú við að kjósa þann íslenska sem etur kappi við fána Wales. Þú getur kosið í keppninni neðst í fréttinni.

Það er Salmar nokkur sem bendir á stöðu íslenska flaggsins í undanúrslitum og keppni þess við fána Wales. Hann hvetur alla íslenska feður til að kjósa í keppninni inni í fjölmennum hópi pabba á Facebook. „Þetta lítur ekki vel út fyrir okkur. Ég bið ykkur strákar, við þurfum að deila þessu eins og mother fokkers! Pabbið ykkur út fyrir þessi atkvæði!!,“ segir Salmar.

Undir síðu keppninnar má finna létta kynningu á fánunum tveimur sem etja kappi í undanúrslitunum. Þar segir að sá íslenski hafi verið tekinn í notkun 1944 þar sem blái liturinn tákni fjöll landsins, sá hvíti snjóinn og rauði eldfjöllin. Krosstáknið tengist kristinni trú. Sá velski hefur verið í notkun frá árinu 1485 en var tekinn formlega upp árið 1959. Hvítur og grænn grunnur einkennir fánann ásamt rauðum dreka fyrir honum miðjum.

Það er einmitt drekinn rauði sem gerir hina íslensku feður áhyggjufulla yfir úrslitunum. Karl nokkur er einn þeirra. „Við eigum ekki séns í Wales…, segir Karl. Guðmundur Karl er á svípaðiri skoðun. „Nú langar mig í dreka á fánann okkar,“ segir Guðmundur.

Diðrik nokkur hefur líka áhyggjur og telur við hefðum átt meiri möguleika með annarri útfærslu íslenska fánans. „Það er mökk erfitt að keppa við þennan dreka. Afhverju eru ekki landvættirnir á Íslenska fánanum? Þá myndum við rústa þessu,“ segir Diðrik.

Ef þú vilt leggja íslenska fánanum til þitt atkvæði í keppninni þá getur þú gert það hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -