Tónlistarmaðurinn Magnús Þór Sigmundsson var að leika sér að stefi á gítar við sundlaugarbakka og raula laglínu við, þegar tónlistarkonan Ása kemur til hans og spyr um leið hvaða lag þetta sé. En Þannig hófst þeirra samstarf af laginu Walking in the rain.
„Magnús svarar að þetta sé nú bara fikt og eiginlega ekkert lag,“ segir Ása þegar hún lýsti þeirra fyrstu kynnum þegar hún fór til Magnúsar á sundlaugarbakkanum til að forvitnast nánar um lagið. Ása sagði að hún hafi svarað Magnúsi og sagt að þetta væri flott lag og hafi náð sér strax í blað og penna. Í framhaldi varð lagið „Walking in the rain“ til sem fjallar um eftirsjá og drauma. Tvær manneskjur sem eru á sitt á hvorum staðnum og sakna einhvers og um leið minnast orða sem sögð voru: „Þú getur notað drauma annarra þar til þínir verða að veruleika.“
Það sem kom þeim Magnúsi og Ásu mest á óvart var hve raddir þeirra hljómuðu vel saman og Magnús hafði á orði að það væri eins og að radda með sínum gamla vini Jóhanni Helgasyni. Þau Magnús og Ása æfðu síðan lagið og gerðu demó upptöku sem varð grunnur að upptökukum sem í kjölfarið voru unnar hjá Bassa Ólafssyni í Stúdio Tónverki í Hvergerði. Bassi leikur á trommur og slagverk auk þess að hljómblanda og vaka yfir verkinu.
Matthías Hlífar spilar á bassagítar, þeir Magnús og Halldór Gunnar Fjallabróðir bættu rafmagnsgíturum inn á upptökurnar og að lokum kom Magnús Jóhann og spilaði á ýmis hljómborð. Annað lag, „Waiting to be found“ varð til næsta dag og er upptökum lokið á því lagi einnig með sömu tónlistarmönnum, spennandi!