Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Þungavigtarmenn yfirgefa Ríkisútvarpið – Stjörnufréttamenn og Skarphéðinn halda á braut

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þrír stjörnufréttamenn og dagskrárstjóri eru þessi misserin að yfirgefa Ríkisútvarpið.

Benedikt Sigurðsson, hamfarafréttamaður á fréttastofu Ríkisútvarpsins, hefur ákveðið að láta af störfum.

Brotthvarf hans er nokkur blóðtaka fyrir fréttastofuna en Benedikt hefur sagt ítarlegar fréttir af náttúruhamförunum í Grindavík. Benedikt staðfestir brotthvarf sitt á á eirikuronsson.is en fékkst ekki til að upplýsa um ástæður þess.

Annar þaulreyndur og áberandi fréttamaður, Valur Grettsson, hefur einnig yfirgefið ríkisstofnunina eftir tveggja ára starf. Hann færði sig yfir á Heimildina.

Arnar Björnsson fréttamaður hætti í nóvember. Hann hafði þá starfað í yfir 40 ár á RÚV, lengst af sem íþróttafréttamaður. DV sagði frá brotthvarfi hans. Arnar sagði að ástæða þess væri að sú að hann þjáðist af hrygggigt og hann glímdi við stöðuga verki. Hann er fæddur árið 1958 og eitt ár í að hann komist á eftirlaun.

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrársjóri er einnig á förum. „Ég er ekki að láta af störfum vegna einhvers annars starfs sem bíður,“ sagði hann við DV sem fyrst sagði frá brotthvarfinu. Hann fullyrðir að ekkert drama fylgi starfslokunum.

- Auglýsing -

Ríkisútvarpið hefur verið í tapi undanfarið, þrátt fyrir að hafa selt dýrmætar lóðir við höfuðstöðvar sínar. Nokkur ólga hefur verið innan stofnunarinnar vegna Símamáls Páls Steingrímssonar skipstjóra en víst er talið að sími hans hafi verið brotinn upp í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þau mál tengjast ekki brotthvarfi þeirra sem nú kveðja.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri var nýverið endurráðinn til fimm ára.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -