Mánudagur 6. janúar, 2025
-4 C
Reykjavik

Þunglyndir tvöfalt líklegri til að fá elliglöp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Niðurstöður rannsóknar sem birtar voru í JAMA Neurology í gær sýna fram á sterka fylgni milli þunglyndisgreiningar á fullorðinsárum og þróunar á elliglöpum á efri árum. Líkurnar á elliglöpum eru taldar meira en tvöfaldast ef einstaklingur greinist með þunglyndi.

Áhrifin greinast sterkari hjá karlmönnum.

CNN Health greinir frá þessu.

Höfundur rannsóknarinnar, Dr. Holly Elser sem starfar m.a. sem taugalæknir við Háskólann í Pensylvania, segir að notast hafi verið við  gögn sem til urðu þegar fylgst var með 1,4 milljónum árin 1977 til 2018.

Þátttakendur rannsóknarinnar voru skilgreindir eftir því hvort þeir teldust greindir þunglyndir eða ekki en tekið var inn í myndina hvort einstaklingarnir væru menntaðir, tekjur þeirra, hjartasjúkdómar, sykursýki, lyfjamisnotkun og geðhvarfasýki.

Þar sem úrtakið er stórt er rannsóknin talin áreiðanleg og hún sýni ekki bara fram á að þunglyndi sé vísbending um þróun elliglapa heldur líka að þunglyndi valdi þeim. Bent hefur verið á að rannsókninni séu takmörk sett þar sem t.a.m. vanti upplýsingar á borð við genarannsóknir á einstaklingunum.

- Auglýsing -

Þó fylgnin milli sjúkdómanna sé sterk er ekki hægt að fullyrða að orsökin séu ekki aðrir áhættuþættir sem koma fram fyrr á lífsleiðinni og gætu valdið báðum sjúkdómum.

Ekki er hægt að skera úr um hvort meðferð við þunglyndi dragi úr líkum á elliglöpum en rannsóknin gat ekki sýnt fram á að lyfjagjöf við þunglyndi hefði nein áhrif á þróun elliglapa.

Frumathuganir úr öðrum rannsóknum hafa sýnt fram á hið gagnstæða og þó að fréttirnar gætu verið eins og blaut tuska í andlit þeirra sem kljást við þunglyndi getur það í það minnsta ekki sakað að huga að geðheilsunni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -