Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Þungur róður hjá veitingastöðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eins og er fjallað um í nýjasta tölublaði Mannlífs aðilar í ferðaþjónustu margir hverjir uggandi um þessar mundir vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða. Það á líka við umfólk í veitingageiranum.

Veitingamaður í Reykjavík dregur upp svipaða mynd og ferðaþjónustuaðilar sem Mannlíf ræddi við þegar blaðamaður Mannlífs leitar eftir viðbrögðum hans við launakröfum verkalýðsforystunnar. Viðkomandi óskaði þess að koma ekki fram undir nafni, en hann hefur áratuga reynslu að baki í veitingarekstri og hefur komið að rekstri fjölda vinsælla veitingastaða á höfuðborgarsvæðinu.

„Það er alls ekkert svigrúm til launahækkanna í takti við þær tölur sem maður hefur verið að heyra. Ef maður horfir bara á hlutfall launakostnaðar af rekstrinum þá hefur hann farið á örfáum árum úr 35 prósentum upp í vel yfir 50 prósent. Það er ekki endalaust hægt að hækka það. Þegar við erum komin með laun og annan rekstrarkostnað samanlagt upp í 70 prósent og hráefnið sjálft er nú þegar selt á margföldu álagi,“ útskýrir hann og viðurkennir að hann hafi áhyggjur af stöðunni.

Það þarf að minnka þjónustustigið og segja upp fólki.

Ef að launakröfum verkalýðshreyfingarinnar verður gengið þá kveðst maðurinn sjá fyrir sér að veitingastaðir þurfi að grípa til dramatískra aðgerða.

„Það þarf að minnka þjónustustigið og segja upp fólki. Það er erfitt að hækka verð af því að krónan er sterk eins og staðan er í dag en að vísu hlýtur hún að veikjast á móti ef þessar launahækkanir ná fram að ganga. Maður fylgist bara stressaður með því sem er að gerast, krossleggur fingur og vonar það besta,“ segir hann en bætir við að hann sjái ekki fyrir sér að launahækkanirnar verði samþykktar.

„Það gengur ekki upp að samþykkja flatar launahækkanir eins og þessar sem maður hefur heyrt um. Það einfaldlega er ekki hægt, þú getur ekki farið með launin umfram rekstrartekjur, það gengur ekki upp,“ segir hann áhyggjufullur.

Hann segir að samdráttur undanfarin tvö ár sé orðinn áþreifanlegur og staðan erfið fyrir mörg fyrirtæki í bransanum. „Það er erfiður róður núna,“ segir hann en viðurkennir að það sé alltaf hægt að finna eitthvað svigrúm innan skynsemismarka. „Ef við værum að tala um hækkanir upp á 4 prósent eða eitthvað í þá áttina, en það er ljóst að ríkið verður að koma að borðinu með markvissari lausnir, annað gengur ekki upp. Það er ekki eins og veitingabransinn baði sig í miklum hagnaði.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -