Laugardagur 16. nóvember, 2024
-0.1 C
Reykjavik

„Þurf­um á vinnu­færu fólki að halda, hvort sem það eru Íslend­ing­ar eða hæl­is­leit­end­ur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það var talað um að ráðherra­skipti yrðu í síðasta lagi eft­ir 18 mánuði, þannig að ég geri ráð fyr­ir því að taka við ein­hvern tíma á næstu mánuðum eða á fyrripart næsta árs. Jón Gunn­ars­son er bú­inn að gegna embætt­inu í tæpa þrett­án mánuði, svo það fer að koma að þessu,“ seg­ir Guðrún Haf­steins­dótt­ir, en hún er þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og samkvæmt því sem Sjálfstæðisflokkurinn samdi um við myndun síðustu ríkisstjórnar, næsti dóms­málaráðherra flokks­ins.

Samkvæmt frétt mbl.is kemur fram að Guðrún vilji ekki lesa mikið í orð Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­málaráðherra á Hring­braut í vik­unni; þar var hann spurður hvort ekki væri trufl­andi að hafa ráðherra­skipti hang­andi yfir sér; fannst einhverjum sem svar Jóns mætti túlka á þann veg að Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, réði þessu alveg óháð því sam­komu­lagi sem gefið var út við ráðherra­skip­an í upp­hafi kjör­tíma­bils­ins.

Guðrún seg­ir að það séu alltaf áherslu­breyt­ing­ar með nýju fólki; seg­ir að samt sem áður að stóru lín­urn­ar séu þær sömu hjá þeim flokks­systkin­un­um.

Nefn­ir Guðrún sér­stak­lega mál­efni hæl­is­leit­enda sem hafa verið mjög mikið í brennidepli að und­an­förnu. Jón hyggst leggja fram nýtt frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um í mála­flokkn­um á næstu vik­um, sem mikill styr hefur staðið um:

„Það er al­veg ljóst að við höf­um búið við kerfi út­lend­inga­mála núna í nokk­ur ár sem hef­ur ríkt ágæt­is sátt um, en þrátt fyr­ir það hef­ur ekki tek­ist að gera nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar á lög­un­um. Núna virðist vera að það fyr­ir­komu­lag sé að nálg­ast þol­mörk sín og þá er ekki bara ástæða til þess að skoða þessi mál bet­ur, held­ur líka hrein nauðsyn, að fara yfir þessi lög og að sam­ræma þau þá meira því sem ger­ist í lönd­un­um í kring­um okk­ur,“ seg­ir Guðrún og bætir við:

„Ég vil leggja áherslu á það að við verðum að standa vörð um þetta kerfi því það snert­ir viðkvæma hópa, en á sama tíma verðum við að hafa enn skýr­ari regl­ur um það hvernig fólk kem­ur til lands­ins. Núna höf­um við fengið óvenju marga flótta­menn og hæl­is­leit­end­ur til lands­ins á þessu ári og óneit­an­lega hef­ur það reynt á þol­mörk grunn­kerfa sam­fé­lags­ins sem við all­ir íbú­ar lands­ins treyst­um á,“ seg­ir Guðrún.

- Auglýsing -

„Við vit­um að við höf­um búið við vanda á hús­næðismarkaði í nokkuð mörg ár og þegar koma nokkr­ar þúsund­ir til lands­ins sem vant­ar hús­næði þá ligg­ur það í hlut­ar­ins eðli að þetta er íþyngj­andi. Það er á ábyrgð stjórn­mála­manna að gæta þess að kerf­in geti staðið und­ir þessu aukna álagi og brotni ekki. Það er það fyrst og síðast sem vak­ir fyr­ir okk­ur um að gera þess­ar breyt­ing­ar þannig að við get­um stýrt þessu bet­ur og haft betri yf­ir­sýn og að við tök­um vel á móti þeim sem hingað koma og þurfa á vernd að halda.“

Guðrún seg­ir að mannúðin þurfi að vera í fyr­ir­rúmi í þess­um viðkvæma mála­flokki, en hún þurfi samt að hald­ast í hend­ur við veru­leik­a íslenskts samfélags, sem og get­una til að taka vel á móti hæl­is­leit­end­um og að það sé eng­um greiði gerður ef ekki sé tekið mið af raun­veru­leik­an­um og getu okk­ar til að sinna mála­flokkn­um með sóma og sæmd:

„Við þurf­um líka á vinnu­færu fólki að halda hérna á Íslandi, hvort sem það eru Íslend­ing­ar eða hæl­is­leit­end­ur. Það er því al­veg gríðlega mik­il­vægt að við tök­um þetta verk­efni og að okk­ur farn­ist vel í því. Við þurf­um að móta okk­ur stefnu í inn­flytj­enda­mál­um. Það er krefj­andi spurn­ing hvernig við ætl­um að manna störf hér nú og framtíðinni. Við þurf­um á fólki að halda.“

- Auglýsing -

Guðrún bætir við:

„Sumt fólk er að koma hér með þunga reynslu á bak­inu og mik­il áföll og við þurf­um auðvitað að taka utan um þá hópa og aðstoða þá til virkni í sam­fé­lag­inu. Það er verk­efni sem við ber­um öll ábyrgð á. Það geng­ur ekki að við séum að setja síðan svona mik­inn þunga á íbúa á litlu svæði eins og í Reykja­nes­bæ held­ur verðum við að dreifa þessu álagi á fleiri sveit­ar­fé­lög.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -