Þuríður Blær Jóhannansdóttir, söngkona ásamt Daða Frey, júróvísionfara hituðu á dögunum upp fyrir poppstjörnuna Katy Perry á skipinu Norwegian Prima. Skipið hlaut formlega nafngift í Hörpu og var blásið til veislu í tilefni þess en Katy hefur verið að ferðast um með skipinu.
Þuríður kom í viðtal eftir flutninginn við Stöð 2 og lýsti hún reynslunni sem kapítalískum draum.
„Þetta var í rauninni algjör vitleysa sko, en ótrúlega flott, kapitalískur draumur. Ég var bara í himnaríki,“ sagði hún meðal annars um upplifun sína á skipinu. Viðtalið má heyra í heild sinni hér:
Þuríður og Daði Freyr unnu saman að laginu: Endurtaka mig, sem kom út fyrir þremur árum síðan. Lagið var valið af forsvarsmönnum skipsins til þess að vera spilað og þannig kom það til að Þuríður steig um borð á skipinu til þess að skemmta gestum þess.