Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Þúsund manns fylgust með litlu gosi í nótt og margir illa búnir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Talið er að upp undir þúsund manns hafi gengið til og frá gosstöðvunum í Geldingadal í nótt. Viðbragðsaðilar hafa af því áhyggur hveru illa búnir sumir eru til ferðarinnar.
Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist skammt frá Grindavík í nótt. Annars hefur verið tiltölulega lítil skjálftavirkni á jarðhræringasvæðinu á Reykjanesi. Gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal hefur ekki mælst yfir hættumörkum á höfuðborgarsvæðinu en brennisteinsdíoxíð mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar í upphafi.

Gosið kom upp í Geldingardölum sem staðsett er milli Fagradalsfjalls, Litla hrúts og Keilis en dalurinn myndar lítinn þrýhyrning þar á milli. Þetta er stórviðburður enda hefur ekki gosið á Reykjanesi í 780 ár.

Hundruð mannlausra bíla var að finna á bílastæðum nærri Grindavík í gærkvöldi og svipaða sögu var að finna við Reykjanesbrautina. Lögregla áætlar að allt þúsund manns hafi verið í myrkrinu við gosstöðvarnar í nótt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -