- Auglýsing -
Talið er að upp undir þúsund manns hafi gengið til og frá gosstöðvunum í Geldingadal í nótt. Viðbragðsaðilar hafa af því áhyggur hveru illa búnir sumir eru til ferðarinnar.
Jarðskjálfti að stærðinni 3,2 mældist skammt frá Grindavík í nótt. Annars hefur verið tiltölulega lítil skjálftavirkni á jarðhræringasvæðinu á Reykjanesi. Gasmengun frá eldgosinu í Geldingadal hefur ekki mælst yfir hættumörkum á höfuðborgarsvæðinu en brennisteinsdíoxíð mældist í lífshættulegu magni við gosstöðvarnar í upphafi.
Gosið kom upp í Geldingardölum sem staðsett er milli Fagradalsfjalls, Litla hrúts og Keilis en dalurinn myndar lítinn þrýhyrning þar á milli. Þetta er stórviðburður enda hefur ekki gosið á Reykjanesi í 780 ár.
Hundruð mannlausra bíla var að finna á bílastæðum nærri Grindavík í gærkvöldi og svipaða sögu var að finna við Reykjanesbrautina. Lögregla áætlar að allt þúsund manns hafi verið í myrkrinu við gosstöðvarnar í nótt.