Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Göngumaður festist við glóandi hraunið – Þúsundir í Geldingadölum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þúsundir göngumanna lögð leið sína í Geldingadali í dag til að upplifa eldgosið sem staðið hefur síðan á föstudagskvöld. Margra kílómetra bílaraðir voru við Festarfjall og alla leið að Nátthaga. Allir voru á einu máli um að upplifunin á gosstöðvunum hafi verið himnesk og engu öðru lík. Leiðin á svæðið er stikuð og hefur þegar myndast göngustígur. Eftir að Vegagerðin hafði lokað veginum með Festarfjalli varð göngufólk að ganga allt að 20 kílómetrum til að komast á gossvæðið. Margir lentu í háska fyrir vikið. En nú er vegurinn opinn og gönguleiðin að gígnum er aðeins um 3.5 kílómetrar eða rúm klukkustund.

Ekki urðu alvarleg óhöpp en stundum mátti minnstu muna. Nokkur fjöldi fólk og sumir með börn gerðu sér það að leik að fara alveg upp að gígnum, sem við köllum Gimbil til heiðurs Stóra Hrúti sem trónir yfir í grenndinni. Gríðarleg slysahætta er undir börmum gígsins sem stöðugt brotnar úr við eldsumbrotin og lífshættuleg brot hrynja út. „Síðasti fávitinn er ekki enn fæddur,“ varð göngumanni að orði.

Þegar þessi mynd var tekin var maður í baksýn fastur á öðrum fæti við glóandi hraunið. Mynd: Elín Björk Ragnarsdóttir.

Einn úr hópnum við hraunið ákvað að sýna sig og steig öðrum fæti út á glóandi hraunbreiðuna. Ekki vildi betur til en svo að skór hans bókstaflega límdist við hraunið. Hann náði í ofboði að rífa sig úr skónum og hlaupa frá á sokkaleistanum. Hann slapp með skrekkinn en þurfti að ganga einskóa til byggða, 3,5 kílómetra. Skór hans varð að ösku.

Flestir voru alsælir með ferðina og gönguferð í sól og hríð á víxl. Dagur að baki með einstakri upplifun og sjónarspili sem fæstir ná að upplifa. Ógnarkraftar náttúrunnar sýndu sig þegar Gimbill spýtti úr sér eldi og hrauni og lét mannskepnuna vita hve máttvana hún er gagnvart þeim kröftum sem búa í iðrum jarðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -