Miðvikudagur 8. janúar, 2025
-9.2 C
Reykjavik

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar tyllti sér á borgarísjaka – MYNDIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var í eftirlitsflugi út fyrir strönd Íslands í gær er áhöfnin á TF-GNA tók eftir stóra borgarísjakanum sem Varðskipið Þór silgdi fram á í hádeginu í gær. Er þyrlan lækkaði flugið niður yfir sjó við Bjarnarfjörð á Ströndum sást þessi glæsilegi borgarísjaki vel. Enn stærri borgarísjaki sást svo skömmu síðar.

Borgarísjakinn er gríðarstór og fallegur í sólsetrinu. Ljósmynd: Landhelgisgæslan

 

Gríðarfallegur er hann.
Ljósmynd: Landhelgisgæslan

Frá þessu segir á vef Gæslunnar. Þar segir að áhöfnin hafi haldið fluginu áfram til að kanna hafís á svæðinu og hélt svo norðar til að athuga með enn stærri ísjaka sem hafði verið tilkynnt um. Þegar þyrlan var komin frekar djúpt norður af Vestfjörðum blasti þessi líka risastóri borgarísjaki við áhöfninni og var hann mun stærri en sá sem var í Húnaflóa. Borgarísjakinn var tröllaukinn og var íshrafl og brot úr jakanum allt í kringum hann. Áhöfnin framkvæmdi eina hífinu á jakanum en þá var sigmanni Gæslunnar slakað niður á meðan þyrlan flaug hring um jakann. Þá var sigmaðurinn hífður aftur upp í og vélinni tyllt niður á jakann.

Þórarinn Ingi Ingason, flugstóri, tyllti vélinni á borgarísnum.
Ljósmynd: Landhelgisgæslan

Í eftirlitsferð seinni staðfesti þyrlusveitin einni legu ísspangar með tilliti til mynda úr gervitungli sem borist hafa jarðvísindadeild Háskóla Íslands, Veðurstofu Íslands og Landhelgisgæslunni. Hvetur Gæslan sjófarendur til að vera meðvitaða um legu hafíssins.

TF-GNA á borgarísjakanum.
Ljósmynd: Landhelgisgæslan

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -