Laugardagur 28. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Tíkin Píla trylltist af hræðslu við flugelda: Týnd í 20 daga í snarbrattri hlíð BJÖRGUNARAÐGERÐIR

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú stendur yfir björgun á tíkinni Pílu sem týndist þann 6. janúar síðastliðinn í Bolungarvík. Hundurinn fældist flugelda, hvarf ofsahrædd út í buskann. Hún hefur ekki sést í tuttugu daga þrátt fyrir ákafa leit eigenda sinna. Í dag dró svo til tíðinda þegar kajakræðari sá tíkina frá sjó. Hún var á syllu í Stigahlíð þar sem hún hafði lent í sjálfheldu.

„Félagi minn er núna á kajak útaf Stigahlíðinni og telur sig sjá Pílu,“ skrifaði Tómas Rúnar Sölvason síðdegis inn á síðunni „Leitin að Pílu“ sem hefur haldið utan um leitina allar götur síðan hún týndist. Það eru yfir tíu björgunarsveitarmenn sem standa nú að björgun tíkarinnar sem er í svartamyrkri í klettahlíðinni. Á myndum má sjá að Píla hefur farið tugi metra fram og til baka í viðleitni sinni til að losna úr prísundinni en situr föst á syllunni þar sem þverhnýpi er bæði ofan við hana og neðan.

„Þetta er allt í gangi núna“ sagði Margrét Birgisdóttir, eigandi Pílu, í samtali við Mannlíf og bað um að haft yrði samband síðar.

Píla er tíu ára Border Collie hundur. Heima bíða hennar sex hvolpar.

 

Tíkin Píla. Mynd: Facebook

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -