Tvö ný tilfelli af kórónuveirunni sem veldur COVID-19-sjúkdómi voru staðfest á veirufræðideild Landspítala í dag. Þetta kemur fram á vef mbl.is, en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir að nú séu tilfellin orðin ellefu.
Þórólfur segir í samtali við mbl.is að sýnin hafi verið tekin í gær og niðurstaða úr rannsóknum fékkst skömmy fyrir hádegi í dag.
Fólkið sem greindist með COVID-19 kom með flugi frá Veróna á Ítalíu um helgina, á laugardaginn. Fólkið hafði verið í skíðaferð í norðurhluta Ítalíu.
Að sögn Þórólfs er um 400 einstaklingar í sóttkví hér á landi.