Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Tilgangurinn var ekki að græða peninga

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir útlit fyrir að sumt fólk haldi að hann og Íslensk erfðagreining hafi ætlað að græða peninga á allri vinnunni sem vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar lögðu til í krórónuveirufaraldrunum. Hann segir það vera ósatt og áréttar misskilninginn í færslu sem hann birtir á Facebook í dag.

Kári segir tilgang vinnunnar alltaf hafa verið að taka þátt í að hemja útbreiðslu faraldursins og tekur fram að vegna umræðu í fjölmiðlum sjái hann sig knúinn til að tjá sig um málið.

„Það bjó ekkert annað að baki þeirri skimun sem ÍE framkvæmdi eftir SARS-CoV-2 í íslendingum en löngun til þess að taka þátt í að hemja faraldurinn. Það sama á við um skimunina eftir mótefnum gegn veirunni. ÍE og eigandi hennar Amgen hafa aldrei haft uppi áætlanir um að búa til úr þessari vinnu söluvöru til þess hafa af fjárhagslegan ávinning. Þegar ég hafði á sínum tíma samband við stjórnendur Amgen og sagði að ég vildi hefja skimun var svarið sem ég fékk: „Í guðannabænum gerðu það og bjóddu stjórnvöldum alla þá hjálp sem þú getur veitt.“ Það vill svo til að Covid-19 faraldurinn hefur laðað fram það besta í svo mörgum og meira að segja harðsvíruðum kapítalistum eins og þeim sem stjórna lyfjaiðnaðinum. Stærstu lyfjafyrirtæki heims hafa heitið því að gera sitt besta til þess að búa til eins fljótt og hægt er bóluefni gegn veirunni og lyf til þess að lækna Covid-19 og dreifa þessu um allan heim án þess að græða á því fé. Þetta er einstakt og fallegt og svona á heimurinn að vera,“ skrifar hann í færsluna.

Hann bætir við að löngunin til að uppgötva eitthvað nýtt hafi svo rekið vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar áfram. Hann segir þá hafa fljótt farið að „fá eitthvað fyrir sinn snúð“.

Það sem við fengum fyrir snúðinn var sú gleði sem fylgir því að uppgötva eitthvað nýtt um eðli sjúkdóma og heilsu. Við erum uppgötvanafíklar og nýr sjúkdómur sem ekkert er vitað um er hvalreki fyrir þá fíkn. Þetta var dópið beint í æð. Sem sagt við skimuðum ekki af góðmennsku eða fórnfýsi heldur til þess að hlúa að því samfélagi sem við búum og þannig að okkur sjálfum og síðan gerðum við það líka til þess að komast í þá vímu sem við lifum fyrir.

Færslu Kára má sjá hér fyrir neðan:

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -