Næst á dagskrá eru Löggufréttir:
Kemur þar fram að á Lögreglustöð 1 hafi ökumaður verið handtekinn; grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna; einnig að hafa ekið gegn rauðu ljósi; var viðkomandi færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Þá barst árásaboð frá verslun í miðborginni; lögregla sinnti. Einnig barst árásaboð frá verslun í hverfi 108. Lögregla sinnti.
Ökumaður einn var sektaður fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar í hverfi 108.
Tilkynnt var um aðila í annarlegu ástandi er neitaði að yfirgefa verslun í miðborginni. Lögregla sinnti og vísaði manninum út.
Einnig var tilkynnt um aðila er harðneitaði að yfirgefa hótel í hverfi 108; lögregla sinnti.
Tilkynnt var um rásandi aksturslag á bifreið í hverfi 101. Lögregla sinnti og reyndist ökumaður vera í lagi.
Og þá var tilkynnt um ósjálfbjarga mann í miðborginni. Lögregla sinnti.
Á Lögreglustöð 2 var tilkynnt um framkvæmdarhávaða. Lögregla sinnti.
Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Færður á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Svo var það og er Lögreglustöð 3 – tilkynnt var um framkvæmdarhávaða. Lögregla sinnti.
Tilkynnt var um grunsamlegar mannaferðir í hverfi 109. Lögregla sinnti.
Á Lögreglustöð 4 voru tveir ökumenn handteknir; grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Færðir á lögreglustöð í hefðbundið ferli.
Þá var tilkynnt um innbrot í bifreið. Lögregla sinnti og málið í rannsókn.
Að lokum var tilkynnt um þjófnað í verslun í hverfi 110. Lögregla sinnti og málið í rannsókn.
Fleira var það ekki að sinni.