Tímakistan eftir Andra Snæ Magnason hefur verið valin ein af bestu alþjóðlegu bókunum 2020. Bandarísku samtökin USBBY, sem eru bandaríska útgáfan af IBBY, settu saman lista yfir 42 bækur í fjórum aldursflokkum.
Tímakistan er ein af sjö bókum sem varð fyrir valinu fyrir aldurshópinn 13+. Það er því mikill heiður fyrir Andra Snæ og þýðendur bókarinnar, þau Björgu Árnadóttur og Andrew Cauthery, að fá þessa viðurkenningu.

Ár hvert velja samtökin bestu alþjóðlegu bækurnar sem eru þýddar bækur gefnar út í Bandaríkjunum. Dómnefndin velur bækur eftir ákveðnum forsendum en þær þurfa að vera með þeim bestu í heiminum, kynna bandaríska lesendur fyrir frábærum höfundum frá öðrum löndum, hjálpa börnum í Bandaríkjunum að sjá heiminn í nýju ljósi, hafa sjónarhorn sem er sjaldgæft í bandarískum barnabókmenntum, hafa sérstæðar menningarlegar vísanir og auðlesnar fyrir bandarísk börn.
Hér má sjá þær bækur sem komust á listann í ár.