Fimmtudagur 23. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Tímavél Mannlífs: Anton elskaði peningana í póker en situr nú í varðhaldi vegna morðrannsóknar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Athafnamaðurinn Anton Kristinn Þórarinsson var með efnilegri pókerspilurum landsins hér á árum áður. Árið 2011 var hann í viðtali við Mannlíf þar sem hann vildi lögleiða fjárhættuspil hér á landi með það fyrir augum að fá fullt af peningum hingað inn.

Anton, eða Toni eins og hann er gjarnan kallaður, er í dag af mörgun talinn einn umsvifamesti fíkniefnasali landsins. Hann varð á dögunum landsfrægur eftir að trúnaðargögnum lögreglu var lekið í fjölmiðla en þar kom fram að Anton hafði um árabil verið upplýsingagjafi lögreglunnar í undirheimunum.

Anton situr nú í gæsluvarðhaldi vegna morðsins hrottalega í Rauðagerði.

Maðurinn á flestra vörum þessa dagana er Anton Kristinn . Hann hefur í áranna rás komið víða við og nokkuð ágreiningslaust að hann hafi ekki verið neinn engill. Anton er úr Árbænum og verður 42 ára síðar á þessu ári.

Í dag er hann væntanlegur nágranni Björns Leifssonar í World Class en þeir eiga húseignir hlið við hlið á Haukanesi á Arnarnesinu. Anton keypti það hús á um 120 milljónir krónur. Húsið var áður í eigu Rasmus Rojkjaer, fyrrverandi forstjóra Alvotech á Íslandi. Anton hefur jafnað húsið við jörðu og er að láta byggja nýtt á lóðinni. Sambýliskona hans er skráð með lögheimili þar.

Hann byrjaði þó smátt ef marka má frásagnir Árbæinga. Einn þeirra, Maggi Pera, lýsir því á Twitter hvernig Anton var besti landasölumaður landsins á árum áður. „Í dag eyddi ég tveimur klukkustundum að lesa yfirheyrslur yfir lögreglumönnum og athafnamanni úr Árbæ. Það lét hugann leita aftur til unglingsáranna. Athafnamaðurinn var með einn besta landa bæjarins á eftir knattspyrnumanni úr Breiðholti. Aðrir áttu ekki breik!,“ skrifaði Maggi.

Hver kannast ekki við glamúr og glæsileika í kringum póker og spilavíti í kvikmyndum? James Bond spilar póker í spilavítum, fínn og strokinn, klæddur smóking og umvafinn glæsikvendum. Að spila póker er ákveðið stöðutákn og hér á landi fór póker að ryðja sér til rúms í góðærinu en spilið á sér langa sögu. Gjarnan er spilað upp á peninga og oft hefur verið dregin upp vafasöm mynd af póker. Margir leggja hóflega undir til að krydda skemmtunina en einnig er spilað upp á háar fjárhæðir sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar. Það eru nefnilega tvær hliðar á peningnum. 

- Auglýsing -
Anton tók oft þátt í svokölluðum „hákarlakvöldum“ en þá komu menn saman sem spila fyrir háar upphæðir. Þá var viskí, snittur og fleira á boðstólum sagði hann.

Anton þótti afar efnilegur pókerspilari hér áður fyrr og ræddi leikinn í viðtali við Mannlíf á sínum tíma. „Það á að lögleiða póker, það er margsannað að póker er ekki heppnisíþrótt. Póker er hugaríþrótt eins og bridds og skák. Það er engin tilviljun að það eru alltaf sömu mennirnir sem ná langt á mótum, það ber að líta á póker sem hugaríþrótt og þess vegna á að lögleiða póker,“ sagði Anton þá. Aðspurður um hvað honum þætti mest spennandi við pókarinn stóð ekki á svari: 

„Peningarnir! Það er líka fílingur í þessu! Og svo félagsskapurinn. Það jafnast engin tilfinning á við að ná langt í móti; það er ofsalega mikil spenna, adrenalínið er í botni, maður reynir að lesa andstæðingana og það er mikið undir.“

Saga pókers

Sögu pókers má rekja allt aftur til Persa en þeir munu hafa spilað leik sem kallaðist nas og barst alla leið til Bandaríkjanna þar sem persneskir sjómenn kenndu Frökkum í New Orleans leikinn. Nafnið póker er dregið af franska orðinu „poque“ og „Pochen“ á þýsku merkir að blöffa. Póker varð vinsælt spil í Bandaríkjunum og breiddist út í borgarastríðinu þar. Þar urðu pókermót fyrst vinsæl um 1970 í spilavítum og hafa vinsældir pókers aukist víða, ekki síður hér á landi en annars staðar.

- Auglýsing -

Spilafíkn er sjúkdómur sem þróast og má skipta honum í 3 stig. 

  1. Skemmtilegi tíminn: Viðkomandi kynnist spilinu, vinnur oft, vinningar fara hækkandi og hann fær stóran vinning.
  2. Skeið ósigranna: Menn fara að spila einir, spilið einkennist af þráhyggju og menn verða eirðarlauir ef þeir eru ekki að spila. Þeir sýna ábyrgðarleysi gagnvart fjölskyldu, borga skuldir seint og eru í feluleik, lífið verður gleðisnautt og fjölskyldulífið erfitt. 
  3. Örvæntingarskeið: Viðkomandi er orðinn að spilafíkli. Hann einangrast, eyðir enn meiri tíma og hærri upphæðum í spilið, upplifir skömm, ásakar aðra, fær hræðsluköst og mikinn kvíða, upplifir afskipti lögreglu- og innheimtumanna og svo endanlegt hrun. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -