Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Tímavél til sölu í Fossvoginum: „Herbergið sem tíminn gleymdi“ – Sjáðu myndirnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í Fossvoginum er að finna áhugaverða fasteign eða eins konar tímavél. Um er að ræða endaraðhús að Kúrlandi 12. Eignin telur alls 217,3 fermetra ásamt 25 fermetra bílskúr. Innréttingar og gólfefni eru allt upprunalegt og var allt hannað á sínum tíma af Gunnari Magnússyni innanhúshönnuði.

Húsið er byggt árið 1973 og tilfinningin örugglega ekki ósvipuð og að fá far með tímavél. Kúrland 12 er á tveimur hæðum. Tímavélin kostar 87.9 milljónir króna.

Eignin hefur þegar vakið athygli á samfélagsmiðlum en Bragi Þorgrímur birti mynd af eigninni á Twitter, að þarna væri tækifæri til að kaupa sig aftur í tímann með því að fjárfesta í Kúrlandi 12. Inga nokkur svaraði Braga og sagði:

„Ég trúi ekki öðru en að fólkið sem býr þarna eigi rainbow ryksugu sem hefur svoleiðis gert sitt gagn í gengum tíðina. Þess vegna held ég að teppið lykti ekki jafn illa og ég ímynda mér þegar ég horfi á það.“

Valgerður Arnadóttir átti áhugaverða uppástungu:

„Það ætti að halda þessu húsi nákvæmlega svona og leigja út slökunartíma þar sem maður gæti hlustað á gufuna, flett dönsku blöðunum og borðað nýbakaðar kleinur.“

- Auglýsing -

Þá vakti tölvan mikla athygli. Benedikt Pálmason sagði:

„Tvö fimm og kvart-drif er algjör snilld ef maður er ekki með harðandisk. DOD 3.3 á einum og Multiplan á hinum. Ég er ekki að jafna mig á þessu. Að halda svona tölvu gangandi er ekkert grín.“

Bragi Þorgrímur sagði að um væri að ræða PC-tölvu með tvöföldu 5 1/4″ floppy drifi sem var sennilega hætt að nota í kringum 1991.

- Auglýsing -

Hinn reyndi og skeleggi fréttamaður á RÚV, Brynjólfur Þór Guðmundsson, segir réttilega:

„Herbergið sem tíminn gleymdi.“

Á efrihæð er forstofa með flísum, eldhús er með upprunalegum ljósum innréttingum, inn af eldhúsi er einnig búr. Þar er borðstofa með mikilli lofthæð, björtum gluggum og fallegum arinn.

Úr stofunni er gengið út á svalir sem snúa til suðurs. Gólfefnin á eigninni eru teppi í alrými og dúkur á herbergjum.

Á neðri hæð er hjónaherbergi með rúmgóðum fataskápum, þaðan er svo gengið út í suðurgarð með grasflöt. Þar er einnig að finna þrjú svefnherbergi með fataskápum og rúm gott sjónvarpshol. Baðherbergi flísalagt með baðkari.

Ekki er vitað um ástand lagna, skolp, neysluvatns, raflagna og miðstöðvar í húsinu.

Stutt er í alla þjónustu, skóla og leikskóla sem og afþreyingu. 4 svefnherbergi eru í húsinu, tvær stórar stofu og tvö baðherbergi.

Það er kominn tími til að kveðja tímavélina að Kúrlandi 12 í Fossvogi

Bílskúr fylgir en ekki þessi 22 ára gamli MITSUBISHI – PAJERO

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -