Laugardagur 28. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Tina Turner snýr aftur með nýja útgáfu af „What’s Love Got To Do With It?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rokkgoðsögnin Tina Turner hefur ekki haldið tónleika síðan 2008 og haldið sig að mestu frá sviðsljósinu, enda orðin rúmlega áttræð. Hún er þó greinilega ekki dauð úr öllum æðum því að á föstudaginn, 17. júlí, kemur út endurhljóðblöndun á einu alvinsælasta lagi hennar „What’s Love Got To Do With It?“ sem hún vann með norska upptökustjóranum DJ Kygo sem gerði í fyrra nýja hljóðblöndun af laginu „Higher Love“ í flutningi Whitney Houston með góðum árangri.

Kygo sagði frá þessum merka áfanga á Instagram-síðu sinni, birti mynd af sér með Tinu og sagði: „Trúi ekki að ég sé gefa út afraksturinn af samstarfi okkar Tinu Turner á föstudaginn! What’s Love Got To Do With It er eitt af mínum allramestu uppáhaldslögum,“ skrifaði hann. „Það er súrrealískt að fá tækifæri til að vinna með svona goðsagnakenndum listamanni. Get ekki beðið eftir að þið fáið öll að heyra það.“

„What’s Love Got To Do With It?“ kom fyrst út árið 1984 og er löngu orðið eitt af sígildum lögum í rokksögunni.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -