Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Tinder-sópað á tímum COVID-19: 6 hugmyndir að deiti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á fordæmalausum tímum er gjörsamlega glatað að vera einhleyp/ur, allir skemmtistaðir og aðrir mögulegir staðir þar sem hægt er að hnjóta um annan einhleypan einstakling eru lokaðir, nema matvöruverslanir auðvitað. „Ætli hann sé að kaupa þessa hamborgara fyrir sig einan eða er þetta fjölskyldustærð? Ok hann teygði sig í Pampers, næsti……“

Þeir sem bara vilja skyndikynni og stunda þau eftir að hafa hellt í sig ómældum vökva með hárri prósentu eru orðnir gjörsamlega viðþolslausir, og allir sem stundað hafa kynlíf vita að það er ekki séns í helvíti að virða 2 metra regluna.

Einhleypir hafa því leitað í meiri mæli í rafræn samskipti og öpp þar sem hægt er að finna aðra einhleypa. Það hefur líklega aldrei verið jafn mikið úrval á Tinder eins og núna. Það eru gjörsamlega allir og amma þeirra á forritinu, og það er bara hægt að sópa nokkuð lengi áður en úrvalið tæmist (hef ég heyrt….). Enda bauð appið upp á að sópa um allan heim, en ekki bara í næstu götum, þannig að hægt er að skoða einhleypa hvaðanæva af, og svo verður líklega bara löng röð fyrir utan útidyrnar hjá sumum þegar leyfilegt verður að fljúga milli landa aftur.

En hvað er til ráða fyrir þá sem nenna ekki að sópa endalaust systkinum sínum, frændfólki, samstarfsfélögum, vinum, nú eða öllum einhleypu vinunum sem viðkomandi þekkir fyrir, til vinstri? Hvað er til ráða fyrir þá sem nenna ekki enn einu innihaldslausa „Hæ“ á appinu?

Við erum búin að vinna heima, læra heima, versla heima, æfa heima, og gera allt annað heima í ég veit ekki hvað margar vikur, þannig að af hverju ekki að deita heima líka, nema bara á sitt hvoru heimilinu.

Göngutúr

- Auglýsing -

Farið út að ganga „saman.“ Það má gera með því annað gengur með hitt „live“ í símanum og sýnir viðkomandi sína uppáhaldsgönguleið, staði og svo framvegis. Nú eða þið farið bara út að ganga saman með því að virða 2 metra regluna eða jafnvel labba Laugaveginn saman. Á sitt hvorri gagnstéttinni uppgötvar enginn sem sér til ykkar á fáförnum vegi, en forvitnu landi, að þið eruð á deiti. Svo má setjast á sitt hvort borðið ef þið finnið opinn veitingastað eða kaffihús, og spjalla saman bara í símanum.

Matur

Ef þú veist hvað hinn aðilinn elskar að borða, pantaðu mat og sendu honum heim.  Eða komdu viðkomandi á óvart, sendu honum jafnvel þinn uppáhalds mat, kannski slær það í gegn, kannski ekki. Ef það seinna, þá þarftu ekkert að segja frá því að þú hafir sent matinn. Eldið „saman,“ aftur „live“, sama uppskrift og sama aðferð, spennandi að sjá hvort útkoman verði eins.

- Auglýsing -

Upplifun

Farið „saman“ á safn, tónleika, eða annað. Fullt af söfnum bjóða nú upp á heimsækja þau á netinu, heilmikill sparnaður þar í að geta sleppt að splæsa í aðgöngumiða, jafnvel flug og hótel, áður en þið kynnist betur, Fjöldi tónlistarmanna býður upp á tónleika í streymi, aðrir bjóða upp á spurningakeppnir og svona mætti lengi telja.

Netflix og chill

Frasinn fær alveg nýja merkingu í samkomubanni og 2 metra reglu. Ákveðið mynd eða þátt og horfið á „saman,“ í sitt hvorum sófanum á sitt hvoru heimilinu. Ætli hinn aðilinn fíli Star Wars jafn vel og þú?

Lagalisti

Búið til lagalista saman á Spotify, frábær leið til að kynnast tónlistarsmekk hins aðilans. Af gefnu tilefni mælum við með að búa til einkalagalista.

Lærið eitthvað nýtt saman

Fjöldi vefsíða býður upp á frí námskeið, lærið nýtt tungumál saman, á hljóðfæri eða annað sem ykkur dettur í hug. Ef þið eruð bæði með keppnisskap þá er tilvalið að keppa við hvort annað og leggja eitthvað undir, til dæmis hvort borgar fyrsta deitið í eigin persónu.

Ef allt ofangreint hljómar ótrúlega glatað þá er bara að bíta á jaxlinn, þar sem samkomubanni léttir eftir nokkra daga. Ef allt ofangreint hljómar sem of mikil vinna, þá ertu líklega hvort eð er ekkert að leita að einstaklingi til að eiga regluleg samskipti við og/eða maka. Ef þetta er of mikil vinna, en þig langar samt að kynnast einhverjum af hinu kyninu betur, þá má líka bara gera eins og fólk gerði „í gamla daga“ og taka upp símann og hringja í viðkomandi.

Ef þú ert hins vegar bara að leita að skyndikynnum og vilt gera það með alíslensku aðferðinni og drekka þig hauslausa/n á næsta bar (mælum samt ekki með), þá opna barir og skemmtistaðir eftir rúman mánuð.

Höfum gaman, góða veiði, virðum 2 metra regluna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -