Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Tíndu 977 blautklúta í fjörunni á Seltjarnarnesi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Starfsmenn Umhverfisstofnunar tíndu 977 blautklúta í fjöruferð fyrir skemmstu. Aldrei hafa fundist eins margir blautklútar í einni ferð.

 

Fyrir skemmstu fóru starfsmenn Umhverfisstofnunar í fjöruferð á Seltjarnarnesi og tíndu rusl vegna vöktunarverkefnis stofnunarinnar.

„Vöktunin felur í sér að tína allt rusl á 100 m kafla, fjórum sinnum á ári. Ruslið er flokkað eftir staðlaðri aðferðafræði og eru gögnin notuð til að fylgjast með þróun á magni og samsetningu rusls á ströndum,“ segir í grein á vef stofnunarinnar.

Vöktunin leiddi í ljós að fjöldi blautklúta sem fer í klósettið hefur aukist. „Alls voru tíndir 977 blautklútar, en það hafa aldrei fundist eins margir blautklútar í einni ferð. Til samanburðar, þá voru alls tíndir 753 blautklútar árið 2017 og 605 árið 2018.“

Í grein Umhverfisstofnunar er fólk minnt á að blautklútar eiga að fara í ruslafötuna en ekki klósettið. „Að gefnu tilefni viljum við ítreka að klósettið er ekki ruslafata.“

Vöktun Umhverfisstofnunar felur í sér að tína allt rusl á 100 m kafla, fjórum sinnum á ári.

Myndir / Af vef Umhverfisstofnunar

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -