Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Tískulyfið Saxenda – Langflestir fréttu af lyfinu frá Telmu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mannlíf framkvæmdi óformlega könnun á meðal notenda Saxenda-lyfsins sem fólk hefur sprautað sig með til að léttast. Niðurstaða leiddi í ljós að áhrif Thelmu Hilmarsdóttur áhrifavalds, eru sláandi. Frétt Mannlífs um þetta lyf vakti mikla athygli.

Mannlíf hafði samband við 65 einstaklinga sem eru á eða hafa verið á lyfinu og flokkast ekki innan þessa ákveðna ramma sem gefinn er upp sem skilyrði. Niðurstöður þessarra samtala leiddu í ljós að það virðist ekki mikið vera farið eftir þessum ströngu reglum um líkamsþyngdarstuðul og eða sjúkdóma sem verða að vera til staðar til þess að fá lyfið samþykkt. Einn aðili sem Mannlíf talaði við er með lítillega hækkaðan blóðþrýsting og annar með örlítið hækkaðan blóðsykur, annars voru hinir 63 stálslegnir. Allir voru með mjög svipuð svör þegar spurt var um ástæður fyrir því að þeir hefðu sóst eftir lyfinu, auðveld leið að losna við aukakílóin. Þegar spurt var um hvar viðkomandi hefði frétt af lyfinu þá vísuðu 54 á áðurnefndan áhrifavald en 11 höfðu heyrt af því hjá vinkonum/vinum sínum.

Þetta er auðvitað lítil óformleg könnun og ekki er öðru haldið fram hér. Það þykir þó ljóst að það er fólk að koma höndum yfir lyfið en nær ekki að vera innan þeirra ströngu marka sem sett eru eða sleppa innan þeirra marka vegna skekkju í BMI stuðlinum. Það er áhyggjuefni því lyfið er lítið rannsakað og af völdum þess geta hlotist alvarlegar aukaverkanir og mögulega fleira sem ekki er vitað um ennþá. Það væri því miður ekki í fyrsta sinn sem í ljós kemur eftir á að lyf sem gefið var til þess að hjálpa fólki í ofþyngd reynist beinlínis stórhættulegt. Það virðist þó vera í lagi að nota lítið rannsökuð lyf þegar kemur að fólki sem er í ofþyngd.

Þarf að sýna árangur

Settar eru, að því er virðist, strangar reglur varðandi það hverjir geta fengið lyfið og einnig hverjir fá lyfið niðurgreitt. Lyfið er sykursýkislyf í grunninn með aukaverkunum sem geta hjálpað fólki að minnka matarlyst, í stuttu máli. Frumskilyrði er að lyfið sé notað samhliða breyttu mataræði og hreyfingu, það þýðir takmarkað að sprauta sig bara en vinna ekki auka vinnuna sjálfur, það skilar ekki viðunandi árangri. Fólk fær lyfið ekki endurnýjað nema sýna fram á lágmarksárangur sem er að missa að minnsta kosti fimm prósent af líkamsþyngd á fyrstu þremur mánuðunum sem lyfið er tekið. Sé tekið dæmi um 100 kílóa manneskju þarf hún að missa fimm kíló á þremur mánuðum eða tæplega 1,7 kíló á mánuði.

 

- Auglýsing -

Mannlíf mun halda áfram umfjöllun um lyfið Saxenda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -