Tíu hafa greinst með COVID-19 á síðasta sólarhring og er fjöldi staðfestra COVID-19 smita hér á landi er kominn upp í 1.711. Virk smit eru 770 samkvæmt nýjustu tölum á covid.is.
228 sýni voru rannsökuð á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær, tíu reyndust jákvæð. Þá voru sjö sýni rannsökuð hjá Íslenskri erfðagreiningu í gær og ekkert smit greindist í þeim sýnum
Samkvæmt tölum covid.is hafa 933 einstaklingar náð bata eftir að hafa smitast.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar klukkan 14.00 í dag. Gestir fundarins verða Páll Matthíasson forstjóri Landspítala og Þorgrímur Þráinsson rithöfundur.