Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á ekki sjö dagana sæla. Ólögmæt skipun hennar á dómurum við Landsrétt er staðfest á öllum dómstigum og ríkið þarf að greiða himinháar bætur. Reiknaður kostnaður er þegar kominn í 141 milljón króna samkvæmt staðfestingu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra við spurningu Helgu Völu Helgadóttur alþingismanns Samfylkingar. Sigríður var leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður í síðustu kosningum
Greiðslur til fjögurra settra dómara í stað þeirra, sem þurftu að víkja frá störfum vegna vafa um lögmæti skipunar þeirra nemur yfir helmingi þeirrar upphæðar eða 73 milljónum króna. Tjónið af völdum ráðherrans samsvarar árslaunum 28 einstaklinga, en að vísu láglaunafólks.
Sérfræðiráðgjöf til dómsmálaráðuneytisins vegna málareksturs við Mannréttindadómstóls Evrópu kostaði 36 milljónir.
Ólíklegt er að Sigríður fái risið undir þessum ósköpum og nái að halda leiðtogahlutverkinu. Allt eins líklegt að henni verði hafnað í öruggt þingsæti. Henni er líst sem heitustu kartöflunni í Sjálfstæðisflokksins. En á móti kemur að hún er pólitískt hörkutól og gæti þess vegna staðið af sér storminn og lágmarkað tjónið ef gæfan verður henni hliðholl. Svo er líka sá möguleiki að hún hætti í stjórnmálum líkt og forveri hennar, Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem Lekamálið varð að falli.