Mánudagur 23. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Þjónusta við átröskunarsjúklinga áhyggjuefni „Ég vil ekki að einhver deyi svo eitthvað verði gert“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sóley Hafsteinsdóttir, sem glímdi við átröskun, varar við því að þjónusta við þá sem glíma við sjúkdóminn hafi hrakað síðustu ár. Þetta kemur fram í helgarblaði Fréttablaðsins.

Í viðtalinu greinir hún frá mýtum um sjúkdóminn og bendir á þann algenga misskilning að einkenni átröskunar séu þyngd og holdafar. Meirihluti þeirra sem eru veikir af átröskun séu í eða yfir kjörþyngd. Kvíði, þunglyndi og áföll séu helsti valdur átröskunar hjá einstaklingum.

Sóley sem leitaði sér hjálpar við átröskun árið 2018 en hún dvaldi á dagdeild átröskunarteymisins hjá Hvítabandinu sem hefur verið í lamasessi síðan fjölmargir starfsmenn fóru í veikindaleyfi vegna myglu í húsinu.

María Þóra Þorgeirsdóttir, teymisstjóri átröskunarteymis Landspítalans, greindi jafnframt frá því að starfsfólki hjá teyminu hafi fækkað um fjórðung á síðustu tveimur árum.

Sóley segir það hræðilegt að veikir einstaklinga þurfi að opinbera veikindi sín og berjast fyrir því að fá hjálp til að fá hana. Hún segir gríðarlega skömm fylgja sjúkdómnum og að samfélagið máli þá sem glíma við átröskun sem manneskjur sem séu mjög uppteknir af útlitinu og hugsi ekki um neitt annað. Hún segir sjúkdóminn afskrifaðan sem útlitsdýrkun.

Áttatíu manns eru nú á biðlista eftir meðferð við átröskun. Sóley segir frá alvarleika þess að þurfa að bíða eftir meðferð við sjúkdómnum og bendir á að algengasta dánarorsök átröskunarsjúklinga sé sjálfsvíg.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -