Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-2.2 C
Reykjavik

Tók sjálf á móti barninu í miðjum keisaraskurði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ljósmóðirin Emily Dial gerði nokkuð frekar magnað um helgina; hún tók sjálf á móti barni sínu í miðjum keisaraskurði.

Emily vissi strax að hún vildi taka virkan þátt í fæðingu barnsins, dóttur sem hefur hlotið Emma Kaye. Fyrsta barn Emily, Grayson, kom í heiminn með keisaraskurði en lést tíu dögum seinna út af því að lungu hans uxu ekki. Þegar Emily eignaðist sitt annað barn, dótturina Ellu sem nú er fjögurra ára, var ljósmóðirin of veik til að taka þátt.

Mögnuð mynd.

Þannig að, þegar Emily fékk að vita að hún ætti von á sínu þriðja barni sagðist hún vilja hjálpa samstarfsmönnum sínum við Frankfort Regional-sjúkrahúsið að taka á móti barninu.

Áður en skurðaðgerðin hófst þvoði Emily hendur sínar, setti á sig hanska og bað ljósmyndarann Söruh Hill að vera reiðubúna að mynda herlegheitin. Það sem gerir þessa stund enn stórkostlegri er að Emily tók á móti barni ljósmyndarans fyrir tveimur árum síðan.

Hér sést Emily ná taki á dóttur sinni áður en hún dró hana úr kviði sínum.

Sjá einnig: Fæddi barn á ganginum og ljósmyndarinn náði stórkostlegum myndum af því.

Þegar kom að því að taka á móti barninu var Emily frekar hissa að þetta væri stúlkubarn.

- Auglýsing -
Jiminn, hvað þetta er fallegt.

„Ég var í sjokki og dáðist að henni. Ég var ekkert að hugsa um að kviðurinn á mér væri galopinn. Ég hugsaði bara: Guð minn góður. Þetta er í alvörunni stúlka,“ segir Emily í viðtali við tímaritið People.

Emily kyssti ekki dóttur sína þegar hún kom í heiminn því hún vildi að allt væri sótthreinsað og að Emma væri heilbrigð.

„Ég bar hana upp að andliti mínu, horfði á hana og sagði: Mig langar svo mikið að halda á þér.“

Gott að vera komin til mömmu.

Sjá einnig: Áhrifamiklar fæðingarmyndir verðlaunaðar.

- Auglýsing -

Emily vonar að saga hennar hjálpi öðrum konum sem þurfa að fæða börn með keisaraskurði.

„Þó þú takir ekki sjálf á móti barninu þá geturðu samt tekið virkan þátt í fæðingunni og átt frábæra lífsreynslu.“

Falleg stund.

Myndir / Sarah Hill

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -