Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Tók U-beygju við Heiðmörk og flúði undan löggunni – Dópaður á 160 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ökumaður á leið um Vesturlandsveg reyndi í ofboði a taka u-beygju og snúa við þegar hann sá lögreglumenn við umferðarpóst á Vesturlandsvegi við Heiðmörk. Lögreglumenn brugðu skjótt við og eltu flóttamanninn. Í ljós kom að hann bar sterk einkenni þess að vera undir áhrifum. Hann er nú með stöðu grunaðs manns og má vænta refsingar.

Rúmlega 100 önnur ökutæki voru stöðvuð og athugað með réttindi og ástand ökumanna. Almennt ástand ökumanna og ökutækja mjög gott.

Rétt upp úr klukkan 1. í nótt var ökumaður staðinn að ofsaakstri með því að aka á 160 kílómetra hraða í Ártúnsbrekku. Ökumaðurinn var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna sem fundiust í vörslu hans.  Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða en síðan sleppt.

Bifreið stöðvuð i miðborginni þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbelti við akstur.  Bifreiðin var búin fjórum nagladekkjum og hafði ekki verið færð til endurskoðunar. Þá reyndist bílstjórinn vera réttindalaus.  Lögreglan klippti númerin af bifreiðinni. Ökumaður mun fá himinháa sekt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -