Tökur á kvikmyndinni Death of Marie hófust í New Rochelle í New York í vikunni en handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar er Siggi Kjartan. Siggi hefur meðal annars unnið við mynd-irnar Fúsi, Þrestir og Star Wars: The Force Awakens, og við sjónvarpsþætt-ina Fortitude og Black Mirror. Myndin var fjármögnuð á Kickstarter þar sem söfnuðust rúmlega fjórtán þúsund dollarar, tæp ein og hálf milljón króna.
Sögusvið The Death of Marie er dularfullur heimur aðalsögupersónunnar Marie. Marie er ekkja sem þekkt er fyrir að halda stórfengleg teiti, en hjarta hennar hætti að slá fyrir 48 árum síðan. Tilgangur myndarinnar er að skilja kynslóðabil í samfélaginu í dag, en Siggi Kjartan vill með myndinni reyna að skilja ömmu sína sem gat ekki slitið sig frá fyrirframákveðnum stöðlum í samfélaginu.
Margir Íslendingar koma að myndinni, þar á meðal leikkonan Anita Briem, sem leikur Floru, Bjarni Frímann sem semur tónlist í myndinni og Brynja Skjaldar sem hannar búningana. Þess má geta að leikkonan Clare Foley leikur ömmubarn Marie, en hún hefur leikið í fjölmörgum myndum og sjónvarpsþáttum, svo sem Girls, Orange is the New Black, Gotham, Sinister og The Great Gilly.
Ásamt því að vera tekin upp í New Rochelle, fara tökur einnig fram í Milford í Connecticut og í Woodstock í New York-ríki.
Aðalmynd / Heiða Helgadóttir