Tveir hafa greinst með COVID-19 smit síðasta sólarhring. Eitt smit greindist í sýnum sem tekin voru í landamæraskimun á Keflavíkurflugvelli í gær og annað smit greindist í sýnum sem sýkla- og veirufræðideild Landspítalans rannsakaði í gær. Þetta kemur fram í nýjum tölum á covid.is.
1.365 sýni voru tekin við landamæraskimun í gær og 16 sýni voru rannsökuð hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Íslensk erfðagreining rannsakaði 234 sýni.
12 virk smit eru á landinu núna og 443 eru í sóttkví.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar klukkan 14:00 í dag. Þar munu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála varðandi opnun landamæra og COVID-19 hér á landi.