Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Tollinum sagt að skráning kjúklings frá Úkraínu væri mistök: Yfirvöld skoða uppruna fuglsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kjúklingamál Skagfirðinga hefur tekið á sig hinar undarlegustu myndir. Esja gæðafæði, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, flutti inn sem nemur 40 tonnum af kjúklingi, sem ýmist er sagður vera frá Litháen eða Úkraínu, á seinnihluta ársins 2022. Kjötmarkaðurinn, sem einnig tengist Kaupfélagi Skagfirðinga, flutti einnig inn kjúkling á seinasta ári, en miklu minna magni. Alls flutti Kjötmarkaðurinn inn 23 tonn á síðasta ári og í byrjun þessa árs. Guðmundur Gíslason framkvæmdastjóri fullyrðir við Mannlíf að hluti þess magns hafi verið sannanlega frá Litháen og engin mistök gerð við skráningu.

Fyrirskipun kaupfélagsmanna

Í upphafi var innflutningur Esju merktur Úkraínu sem upprunalandi, sem þýddi að hann hefði verið tollfrjáls og sparast 25 milljónir króna á 40 tonna innfluningi Esju. Tollstjóra var fljótlega tilkynnt að fyrir mistök hefði kjúklingurinn verið skráð sem úkraínskur en hann væri í raun frá Litháen. Heimildir Mannlífs herma að þetta hafi gerst vegna óánægju íslenskra kjúlingabænda sem töldu óeðlilegt að fyrirtæki í þeirra eigu væri að vinna gegn hagsmundum eigenda sinna og flytja inn tollfrjálsar erlendar lanbúnaðarafurðir og setja heimamarkaðinn á hvolf. Það varð því úr að Þórólfur Gíslason og stjórn hans í KS fyrirskipuðu dótturfélagi sínu að halda sig við það að innflutningurinn kæmu frá Litháen og afsala sér tollfríðindunum sem eru yfir 600 krónur á kíló.

Mistökum lýst

Kjúklingur frá Úkraínu hefði þurft að fara í gegnum áhættumat þar sem þetta væri í fyrsta sinn sem slíkur innflutningur ætti sér stað frá því landi. Slíkt mat fór ekki fram þótt umræddur kjúklingur kæmi frá Úkraínu. Hann fór inn á íslenskan markað undir því flaggi að hann kæmi frá Litháen og hefur þegar verið seldur og innbirtur. Esjumenn báru því við að það hafi verið einföld mistök að merkja fuglinn frá Úkraínu og báðu um leiðréttingu sem jafnframt fól í sér að fyrirtækin þurftu að greiða himinháa tolla og álag. Eftir stendur að kjúklingurinn frá Úkraínu fór á íslenskan markað án áhættumatsins. Það mál getur varðað við lög er til skoðunar hjá Matvælastofnun og Tollinunm.

Tollstjóri er í þeirri einkennilegu stöðu að farið var fram á leiðréttingu sem felur í sér tugmilljónagjöld innflytjendanna í ríkiskassann. Ef embættið kemst að þeirri niðurstöðu að kjúklingurinn hafi í raun verið frá Úkraínu þá þarf væntanlega að endurgreiða innflytjendum hina háu tolla og álögur. Mannlíf hefur heimildir fyrir því að embættið sé með innflutning á kjúklingi frá Úkraínu á árinu 2022 til skoðunar. Þá er Matvælastofnun einnig að fara í gegnum málin sín megin.

Kjarni málsins liggur í þeirri spurningu hvort um mistök hafi verið ræða eða yfirklór sem endaði með hálfgerðum ósköpum. Ef á daginn kemur að „mistökin“ voru ekki til staðar og kjúklingurinn í raun frá Úkraínu þá liggur fyrir lögbrot um ranga skráningu og að hafa flutt inn vöru sem ekki hafði gengið í gegnum áhættumat.

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -