Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Tollurinn rukkaði Skagfirðinga um tugmilljónir – Titringur vegna tollfrjáls kjúklings frá Úkraínu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kjúklingur sem Esja gæðafæði flutti inn frá Litháen en var að sögn með uppruna í Úkraínu varð til þess að fyrirtækið varð að greiða tugmilljónir í tolla og álögur. Eins og Mannlíf greindi frá í gær flutti Esja, sem er í eigu Kaupfélags Skagfirðinga, inn 40 tonn af kjúklingi frá Litháen með uppruna í Úkraínu í haust. Kjötmarkaðurinn ehf. sem einnig er með tengsl við Kaupfélag Skagfirðinga flutti inn mun minna magn á síðasta ári og í byrjun þessa árs. Guðmundur Gíslason framkvæmdastjóri fullyrðir að Ktmarkaðurinn hafi flutt inn kjöt með uppruna í Litháen. Kjöt Esju fór inn í landið án þess að áhættumat lægi fyrir eins og skilt er þegar flutt er inn ný vara eins og gerðist í þessu tilviki. Ágúst Andrésson, yfirmaður kjötvinnslu Kaupfélags Skagfirðinga og heiðurskonsúll Rússa, sagði við Bændablaðið  að greiddur hefði verið tollur af kjúklingunum og fyrirtækið myndi ekki krefjast endurgreiðslu á þeim grunni að vörur frá Úkraínu beri ekki tolla. Þarna er aðeins hálf sagan sögð því fyrirtækinu var gert að borga.

Heimildir Mannlífs herma að fyrirtækinu hafi verið gert að greiða bæði toll og álag vegna þess að kjúklingurinn kom til Íslands frá Litháen en ekki upprunalandinu. Guðbjörn Guðbjörnsson, yfirtollvörður hjá Tollstjóra, vitnaði til þess á námskeiði sem haldið var um tollamál og lýsti því hvernig álögur komu til.

Kaupfélagið sagði stopp

Innflutningurinn olli miklum titringi þar sem íslenskir kjúklingabændur töldi óeðlilegt að fyrirtæki í þeirra eigu væri að grafa undan innlendri framleiðslu með því að dæla inn á markaðinn ódýrum kjúkling. Stjórn Kaupfélags Skagfirðinga, með Þórólf Gíslason kaupfélagsstjóra í öndvegi, ákvað að tollfríðindin yrðu ekki sótt og fyrirtækin greiddu möglunarlaust háan toll á hvert kíló auk álagsins. Fyrir liggur að kostnaðurinn við innflutninginn er því himinhár.

Það felur í sér brot á reglugerð að umrædd tæplega 80 tonn af kjúklingi komust inn á íslenskan markað og í sölu án þess að áhættumat færi fram. Samkvæmt heimildum Mannlífs var kjúklingurinn seldur í verslunum Nettó og til veitingahúsa án þess að upprunalands væri getið eða áhættumat færi fram. Heimildarmenn Mannlífs telja að stofnuninni hefði með réttu borið að innkalla vöruna. „Málið er í meðhöndlun hjá stofnuninni,“ segir Silja Unnarsdóttir hjá Mast í samtali við Mannlíf.

Uppfært. „Kjötmarkaðurinn flutti ekki inn kjúkling á síðasta ári frá Úkraínu heldur fimm tonn frá Litháen. Kjötmarkaðurinn hefur flutt inn á þessu ári 18 tonn af kjúkling frá Úkraínu og er með öll leyfi fyrir því. Kjúklingurinn frá Úkraínu er gæðavara alinn á maís og slátrað í sláturhúsi sem er með BCR vottun,“ skrifar Guðmundur. Hann segir fyrirtæki sitt hafa greitt 18 prósent toll og 540 kr./kg samtals yfir 640 kr./kg

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -