Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Tómas Guðbjartsson bjargaði lífi skotmannsins á Egilsstöðum: „Einhvernveginn gekk allt upp“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tómas Guðbjartsson, hjarta og lungnaskurðlækni þekkja flestir Íslendingar en hann er í forsíðuviðtali í nýjasta vefblaði Mannlífs. Hér er brot úr því.

Nýlega bjargaði Tómas lífi manns sem særðist í skotárás við lögreglu en hann fékk skot í brjóstholið. Tómas sagði frá aðgerðinni í sjónvarpsviðtali nýverið eftir að hafa fengið leyfir frá skotmanninum sjálfum og aðstandendum hans. Maðurinn var ansi hætt kominn.

„Hann var orðinn mjög lágur í blóðþrýsingi og búinn að tapa miklu blóði en með neyðarblóði og adrenalíni var hægt að halda uppi blóðþrýstingnum og koma honum lifandi að austan og hingað suður í bæinn.“

Tómas vill endilega koma á framfæri miklu hrósi til þeirra sem komu að málinu fyrir austan. Meðal þeirra var gamall nemandi hans, ungur læknir.

„Hún hringdi strax og fékk ráð. Hún pantaði neyðarblóð frá sjúkrahúsinu í Neskaupsstað og pantaði flugvél frá Akureyri. Sú tvíþekja er miklu hraðari en þyrla, það hefði tekið miklu lengri tíma að hringja eftir þyrlu og jafnvel þurfa að stoppa á leiðinni til að taka bensín. Ég vil bara sérstaklega hæla fólkinu á Egilsstöðum fyrir hárrétt viðbrögð og viðbrögð þeirra á Akureyri var einnig til fyrirmyndar.“

Þegar flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli tók neyðarteymi á móti sjúklingnum og ákveðið var að fara beint með hann í hjartaskurðdeildina.

- Auglýsing -

„Við ákváðum það, en ekki á bráðamóttökuna eða í myndrannsóknir, til að flýta fyrir og reyndist það mikið heillaspor.“

Tómas segir að þetta sé ekki bara skurðlæknirinn sem geri allt. „Skurðlæknirinn er hljómsveitarstjórinn sem þarf að sjá til þess að allir spili í takt. Þetta er rosalega stórt teymi sem kemur að svona, bæði á vettvangi og þegar hingað á Landspítalann er komið.“

Tómas heldur áfram og segir að maðurinn hafi komið inn á mjög slæmum tíma.

- Auglýsing -

„Það voru Covid sjúklingar á gjörgæslunni og fullt upp í rjáfur. Allir hjálpuðust að og búið var til pláss. Einhvernveginn gekk allt upp, öll skref sem við tókum skiluðu okkur áfram, allan tímann. Við lentum aldrei í alvarlegu bakslagi.“

Aðspurður segir Tómas að skotmaðurinn muni ná sér að mestu en þetta hafi verið stór aðgerð en tekist hafi að bjargar stærstum hluta lungans.

„Það bendir allt til þess að hann muni geta náð mjög góðri líkamlegri heilsu.“

Tómas gerði á þessum tímapunkti hlé á samtalinu þar sem hann þurfti að fara í stutta skurðaðgerð. Eftir aðgerðina hélt viðtalið áfram.

„Hann náði alveg undraverðum bata, miðað við alvarleika áverkans og hversu umfangsmikil aðgerðin var. Það eru auðvitað góðar fréttir fyrir ekki bara hann og hans fjölskyldu heldur einnig lögreglumanninn sem lenti í þeim erfiðu aðstæðum að þurfa að hleypa af skoti á manninn“.

Lestu forsíðuviðtalið við Tómas og meira til í brakandi fersku helgarblaði Mannlífs hér eða flettu blaðinu hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -